Samorka, LÍU og Norðurál ekki ángæð með auðlindaákvæði í stjórnarskrá! Sagði Björn Bjarnason í ræðu sinni á Alþingi í fyrradag! Þá vitum við það!

Settist á þingpalla á fimmtudag til að fylgjast með sjálfstæðismönnum í ,,ekki málþófi".  Hlustaði þar á Björn Bjarnason, muldra, brýna raust, lesa upp úr alls kyns ályktunum o.fl.

Eitt af því sem Björn Sagði, væri að fyrirtæki eins og Samorka, LÍU og Norðurál gerðu miklar athugasemdir um hið nýja frumvarp og ákvæði í stjórnarskrá um ,,náttúruauðlindir" í þjóðareign!.  Hann sagði að þessi félög vildu betri útskýringr hvað myndi túlkast sem ,,þjóðareign"!

Þá reyndi þessi maður að setja fram óánægju Orkustofnunar - Já Orkustofnunar - ríkisfyrirtæki sagði hann, um hvernig rannsóknaborunum yrði þá hagað til!

Skyldi Orkustofnun ætla að koma í veg fyrir að náttúru-auðlindir þjóðarinnar fari í eign þjóðarinnar alrrar?

Eitthvað segir mér að þar noti þingmaðurinn Björn Bjarnason, þá stofnun ómaklega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við, þjóðin ráðum því hvað er þjóðareign og hvað ekki. Þjóðareign og -auðlindir má aldrei undanskilja þjóðinni.

Arinbjörn Kúld, 4.4.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

ég skil ekki, afhverju fólk skilur ekki, að lýðræðið er fulltrúalýðræði, þar sem hver flokkur á að hafa mismunandi áherslur. Svo er það kjósenda að velja sér flokk. Þetta virkar ekki öðruvísi. Sá sem öskrar hæst á ekki að ráða!!! Það er hrikarlegt að lesa hvað fólk getur verið barnalegt, það er ekki hægt að secreta þetta og fá bara það sem maðu vill, það þurfa allir að fá að segja sínar skoðannir, ÞAÐ ER LÝÐRÆÐI.

Kristinn Svanur Jónsson, 4.4.2009 kl. 19:21

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Kristinn Svanur - þú átt bágt með þitt þrönga hugarflug - stjórnmálaflokkar og þeir sem gæta ákveðinna hagsmuna eiga ekki að setja stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, það á almenningur að gera!

Hana nú og hafðu það - þér er að sjálfsögðu velkomið að setja inn athugasemdir inn á þetta blogg mitt - en þú hefur ekki þann þroska eða getu til að mynda þér eigin skoðanir - heldur lepur uppur þínum flokki - þannig les ég athugasemdir þínar og einungis þannig.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 5.4.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband