20.4.2009 | 18:16
Valhallar-villarnir vaða í vandræðum!
Valhallar-villarnir eru með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum dagsins. Líkt og að BB ætli að ganga í fangið á manni þegar auglýsingin birtist. Þar hvetja þeir landsmenn til þess að kjósa sig - þeir ætli að taka upp Evru - einhliða með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðins.
Í kvöldfréttum RÚV er viðtal við einn af yfirmönnum AGS og hann var hneykslaður - sagði engar forsendur til þess að AGS hefði þar nokkur áhrif.
Hann var þá spurður af hverju við gætum ekki farið sömu leið og AGS væri að ráðleggja austur-Evrópuríkjum sem eru í miklum vandræðum.
Svar AGS - hvaða vitleysa er þetta eiginlega. Þau ríki eru í Evrópusambandinu en Íslendingar ekki.
Þá vitum við þetta um stærsta kosningaloforð Sjálfstæðismanna
18.4.2009 | 14:08
Veikir á sinni!
Þessar ræfilstuskur skyldi umgangast eins og maður umgengst veikt fólk!
Af hverju stöndum við frammi fyrir þessum skuldum?
Af hverju sitjum við upp með 170 milljarða króna fjárlagahalla?
Sjá þeir kannski enn smugu á því að ryksjúga meira af fjármagni til sín.
Allir þessir þrír einstaklingar bjuggu sér til félag um prófkjörsbaráttu sína fyrir kosningar 2007.
Félögin voru skilgreind sem velferðarfélög og mannúðarsamtök svo þeir þurfi ekki að greiða skatta eða gefa upp.
Félögin heita: Stuðningsmannafélag BB
Blikanesi 23 - kt: 561006-0240 Bjarni Ben.
Guðlaugur Þór Þórðarson
GUðlaugur Þór á Alþingi - félag
kt.: 451102-2060
Illugi Gunnarsson Félag stuðningsmanna IG
Heiðargerði 120 - kt.: 610906-0950
Þeim finnst við hæfi að kalla sig velferðarfélög eða mannúðarsamtök
Þeim finnst við hæfi að gera þetta til að þurfa ekki að greiða skatta!
Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2009 | 16:16
Göngum hreint til verks - segja ,,hinir óhreinu"
Nýja slagorð Sjálfstæðismanna!
16.4.2009 | 00:50
Bjarni Benediktsson er með ótrúlega langt nef!
Þrátt fyrir að vera skráður með félag utan um prófkjörsbaráttu sína árið 2007 sem skilgreint var sem velferðar- og mannúðarsamtök -til þess að þurfa ekki að greiða skatta af þessu né birta reikninga, sagði hann á fundi í kvöld (Höldum vörð um velferðina) að þetta væru dylgjur!
Þrátt fyrir að fyrirtækið sé á fyrirtækjaskrá og hafi sérstaka kennitölu!
Þrátt fyrir að hafa svarað blaðamönnum Mannlífs játandi að þetta væri sitt félag og að kosningabarátta sín hefði kostað eina milljón!
Þá horfði hann í augu mér þegar hann svaraði spurningu minni og sagði að þetta væru dylgjur!
Þar til annað kemur í ljós að dylgjað sé um hann og 16 aðra þingmenn sem notuðu þessa aðferð til þess að þurfa ekki að greiða skatta af þessu fjármagni - mun nef hans og fleirri lengjast!
16.4.2009 | 00:39
Að reyna að trúa því að það þurfi ekki að hækka skatta - er fíflska!
Hvað er að Íslendingum ef þeir virkilega halda að þeir geti barist fyrir því og trúað því að hér verði ekki skattahækkanir - hvaða flokkar sem væru við stjórn?
Þjóðin var skuldsett fyrir a.m.k. 14 falda landsframleiðslu - meira en nokkur vestræn þjóð hefur staðið frammi fyrir!
Heimili sem statt væri í sömu sporum - þ.e. með margfalda ársafkomu í fremur stuttum lánum, hörðustu greiðslubyrði sem hægt er að hugsa sér, myndi auka tekjur sínar og skera niður þar sem það kæmist helst af með!
Annað er fávitaskapur og af honum höfum við fengið nóg!
15.4.2009 | 16:14
Bjarni Benediktsson skilgreinir sjálfan sig sem mannúaðarsamtök og greiðir ekki skatta af kosningaframlögum - sjá hér
Mannúaðarsamtök hans heita: Bjarni Benediktsson
Stekkjarflöt 8, 210 Garðabæ
Stuðningsmannafélag BB - Blikanesi 23
kt.: 561006-0240
Forsvarsmaður: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson
Af öllu því fjármagni sem hann hefur safnað hefur hann hvorki gefið upp né greitt skatta af þeim!
Hann staðfesti þetta í viðtali við Mannlíf maí 2008 - en vildi ekki sýna bókhald sitt!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2009 | 13:49
Hún er með ótrúlega langt nef!
Og barasta engin í þingmannaliði Sjálfstæðisflokksins hafði hugmynd um hvaðan allir þessir peningar kæmu!
Þeir kannski bara detta af himnum ofan til þeirrra!
Og það sé þeim eðlilegt!
Hafði ekki hugmynd um þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 01:09
Er Ásmundur Stefánsson að undirbúa stærsta rán Íslandssögunnar fyrir framan augun á okkur?
Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands er sú að hjá Íslendingum liggja svokölluð Jöklabréf í eigu ,,erlendra aðila" fyrir rúmlega 500 milljarða króna. Eina leið Íslendinga til að halda því fjármagni hér heima er að halda stýrivöxtum háum og greiða fjármagnseigendunum háa vexti svo þeir séu ekki eins órólegir. Nú telja menn að þannig verði það að vera í a.m.k. 1 ár því við eigum ekki 500 milljarða já 500 milljarða til að greiða út!
Samtök atvinnulífsins gera sífellt kröfur um lækkun vaxta sem og allir - og það er ekki hægt nema að greiða út 500 milljarða króna vegna Jöklabréfanna. Menn hafa verið að tala um að semja við þessa útlendinga.
En...... haldið ykkur nú - það er víst ekkert á hreinu hvaða útlendingar eiga í hlut!
Því er sums staðar haldið fram að Íslendingar, Bjöggarnir, Kaupþingsþjófar, Glitnisþjófar og fleiri til eigi þessi Jöklabréf í skjóli erlendra eignarhaldsfélaga!
Getur verið að Nýi Landsbanki og Ásmundur Stefánsson sé að þvinga Seðlabanka Íslands til að greiða íslensku glæpamönnunum 500 milljarða króna út úr Seðlabanka Íslands til í beinhörðum peningum?
6.4.2009 | 18:14
Vesalingarnir í Valhöll!
Eru fótum troðnir - þurfa og ég segi þurfa að lúta stjórn forseta alþingis og er það ekki ljúft!
Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2009 | 11:20
Og Illugi Gunnarsson og Bjarni Ben. segja enn að stjórnmálamenn eigi að vera í stjórnum fyrirtækja og félaga!
Bjarni Ben sagði það á opnum Borgarafundi í Iðnó.
Illugi Gunnarsson pirraðist við spurningu mína en svaraði því til að nauðsynlegt væri að stjórnmálamenn hefðu tengsl við atvinnulífið - á fundi hjá honum fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins!
Þeim finnst þetta í fullkomnu lagi!
Stoðabréfin úr Sjóði 9 að mestu töpuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |