Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eftir að hafa horft á Silfur Egils í dag, þarf ég aldrei framar að efast ! Bankarnir eru einungis umboðsaðilar fyrir fjármagn okkar ! Bara milliliður !

 

Það var stór dagur og stórt kvöld hjá mér nú 10. maí - eftir að hafa horft og hlýtt á viðtöl Egils við fræðimennina  Ann og Black.  Það sem er að gerast í hinum vestræna heimi þar sem allt er á niðurleið - öfugt við það sem er að gerast í Kína, er að bankastofnanir eru notaðar til að mergsjúga allt fjármagn sem til er og verður hjá hverri þjóð fyrir sig.

Það sem gerir þeim það kleift eru stjórnvöld hvers lands fyrir sig.

Þessi uppgötvun mín slær á hræðslu mína en gerir mér mjög einfaldara um vik að skilgreina skilyrðislausa stefnu mína í lífsmálunum.

 

Í dag segi ég við Íslendinga !  Við krefjumst þess nú tafarlaust að afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni okkar renni öll og alfarið í okkar vasa.

Minnka bankana og gera þá fyrst og síðast að þjónustustofnunum sem eru jú bara milli-liður eða umboðsaðili á fjármagni okkar.

Skattleggja vel meðan verið að að komast að með sem mestan jöfnuð.  Nenni ekki að hlusta á að þá missi fyrirtæki hvatann !  Hvaða helvítis rugl er þetta.  Hvati fyrirtækjanna er fyrst og síðast þörf okkar almennings til að hafa í okkur og á, og svo eftir sem efni leyfa - meiri þægindi - Sá hvati slokknar aldrei !  Og Fyrirtækin þrífast á honum, annars væri ekkert fjármagnsflæði.


AGS - sendi leiðréttingar til Gordons Brown og fjölmiðla þar í landi ! Eina leiðin !

 

Þetta er akkúrat stjórntæknin - það á að láta AGS senda fréttatilkynningu vegna málsins til breskra fjölmiðla og breskra stjórnmálamanna - ef þeir eru ekki með Bretum í þessari samningsgerð.

Þannig fengi Gordon Brown það opinberlega frá AGS.  Breska þjóðin þarf að fá þessar upplýsingar frá AGS en ekki okkur - 

Þá getur Gordon Brown ekki snúið sig út úr þessu - heldur áfram að bjarga eigin skinni á kostnað þegna annarra landa.

Kaupþing - Singer&Friedlander var breskur banki - í eigu íslenskra hluthafa - en engu að síður skráður í Bretlandi, sem breskt fyrirtæki.

Gordon Brown lýgur að samtökum Krabbameinssjúkra, skóla, ellilífeyrisþegum í landi sínu.  Hann lýgur verknaði sínum yfir á aðrar þjóðir.


mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig sem hlutirnir eru - þá verðum við að hugsa hvert um annað !

 

Rétt eins og allt var orðið óeðlilega dýrt - en nóg til af seðlum - þá er staða okkar - djúp kreppa -  orðin staðreynd.

Það er heimskreppa - það er satt - en engin þjóð í hinum vestræna heimi hefur staðið frammi fyrir jafn mikilli sjóðþurrð og við um áratugi !  Þjóðin var rænd - hún var rænd af mönnum sem voru í leik - leikurinn gekk út á - í hvaða sæti ert þú yfir ríkustu menn á Íslandi ?  Hversu hátt ert þú metinn?  Þetta átti að sjálfsögðu einnig við konur.

Hlutur stjórnmálamanna- embættismanna og blaða- og fréttamanna á eftir að koma upp á yfirborðið.

Það er mjög erfið staða - en halló - þegar ég var að kaupa mína fyrstu íbúð fór vísitala upp í 130%.  Það var skelfilegt ástand - og þá var ég rétt rúmlega 20 ára, búsett hér í Reykjavík með mitt barn.

Foreldrar úti á landi - og.s.frv.

En - fólk stóð saman - það hittist - það ákvað að fara í gegnum hlutina saman.  Þar erum við stödd í dag - við verðum að passa vel upp á börnin okkar og við þurfum að passa vel upp á gamla fólkið og við þurfum að halda utan um hvert annað?

Hver og einn þarf að fara í einhverjar leiðréttingar á kjörum sínum (lánum), framleiða meira úr hrávöru heima, leggja áherslu á önnur gildi - svo sem eins og sameignlegar gönguferðir, hjólaferðir, veiðiferðir, spilakvöld  o.s.frv.

En öll þjóðin krefst þess að við fáum að vita hvað gerðist, hverjir bera ábyrgð og hvernig við komum sem sanngjarnast út úr þessu fyrir alla.

Umfram allt - höldum utan um hvert annað - tölum um það opinskátt þegar við verðum kvíðin og hrædd - afkomukvíði !  Ef við ekki finnum fyrir honum þá eigum við yfrið nóg af peningum eða eitthvað er að varðandi ábyrgð okkar á börnum okkar.

Afkomukvíðinn - má ekki lama okkur !

Förum saman í gegnum þetta - núna næstu mánuði - því hvernig sem hlutirnir verða þá vitum við þegar búið er að hreinsa fjármagn frá þjóðinni - að það eru erfiðir tímar framundan.


Fiskveiðiauðlindin okkar - Leigutekjur ásamt sköttum fara loks að renna í vasa okkar allra !

Loksins eftir tæplega 30 ára sjálftöku fjármuna - fara leigutekjur af sameiginlegri auðlind okkar að renna til alls almennings!  Þótt farið verði í litlum skrefum - þá erum við loks að leggja af stað !

Til hamingju Íslendingar !


Stór-viðburður í netmiðlum - Professor Michaels Hudson, situr fyrir svörum á vef Láru Hönnu !

 

Í nánast fyrsta skipti sögunnar getur almenningur komið spurningum sjálfur á framfæri við þann sem situr fyrir svörum - þannig að um sé að ræða vandaðar spurningar og vönduð svör!

Þetta er algerlega eitt stærsta lýðræðistækið!!!

 

Hanna Lára Einarsdóttir þú ert heiðurskona!


Og aldrei, aldrei gleyma því hverjir komu okkur í þetta? Við erum enn bara að bregðast við aðstæðum !

 

Svo gleymum aldrei, aldrei hverjir komu okkur í þetta.

Ég held að þetta yngra fólk flokksforystu sjálfstæðisflokksins sé búið að eitra þann flokk fyrir sómakæru fólki.!

Ég held að þeir noti þennan flokk sómakærs fólks fyrir mafíu sína !

 


Hvað skyldi Illugi Gunnarsson í skjóli starfa sinna vera búinn að ná miklu fjármagni af þjóðinni?

 

Er ég þá ekki að gera lítið úr sök hvers einasta þingmanns sem á einhvern máta hefur farið á sveig við lög og/eða reglur.


Guðlaugur Þór, Illugi Gunnarsson, Guðfinna Bjarnadóttir, Steinunn Óskrs og Helgi Hjörvar og Björn Ingi - þið eruð litlar manneskjur!

Í alvöru þá held ég að fari að líða að því að þjóðin þurfi að fá aðstoð - andlega hjálp - þessi spilling sem er að birtast - grunsemdir að koma í ljós - þær eru ljótari og óvæntari en hún er að ráða við!

Sjá nýjustu fréttir um styrkþega upp á milljónir fyrir síðustu kosningar!  Fréttir á Eyjunni og Stöð 2


Fréttastofa Sjónvarps þegir vísvitandi um Evrumál Sjálfstæðisflokks og svör Evrópusambandsins við þeim!!!

 

Hér er avar alvarlegt mál á ferðinni.

Fréttastofa Sjónvarps hefur ekki sagt orð um það í fréttum um að sú leið sem Sjálfstæðismenn auglýstu síðast í dag með heilsíðuauglýsingum um að Íslendingum bæri að taka upp Evru - einhliða en með fulltyngi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - hefði algerlega verið slegin af af Evrópusambandinu nú undir kvöld!

Hvað finnst þér um það?

Fréttastofa Sjónvarps hefur ekki sagt orð um það í fréttum að á sama tíma og sjálfstæðismenn og framsóknarmenn seldu REI til Geysir Green Energy bárust tilboð frá nokkrum erlendum aðilum um að kaupa þennan hlut fyrirháar upphæðir.

Fréttastofa Sjónvarps sagði heldur ekki frá þessu þótt Sjálfstæðismenn hefðu fengið 30 milljónir frá eigendum Geysis Green - þ.e. FL-Group - í styrk/mútur.

 

Er þetta ekki hámarkið á þögguninni.

 

Ég hvet alla - og ég segi alla til þess að senda inn kvörtunarbréf - email á fréttastjóra RÚV, Óðinn Jónsson.  

Ef við ekki kvörtum yfir þessu núna þá halda þeir áfram að þegja um þessi hrikalegu stóru mál.


Hvaða rugl er þessi fréttaflutningur hjá Mbl.is

Það kom kýrskýrt fram í máli Atla Gíslasonar, að þótt VG væru mótfallin inngöngu í Evrópusambandið þá yrði það þjóðin sem greiddi atkvæði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hún vildi í aðildarviðræður við Evrópusamband eða ekki!

 

Engu verið lofað - ekkert sprungið!


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband