Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.1.2008 | 10:38
Bullandi ágreiningur á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir eru algerlega á öndverðum meiði um Björn Inga Hrafnsson og vinnubrögð hans í borgarstjórn.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
23. janúar segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í samtali við Vísi að Björn Ingi Hrafnsson, hafi fært pólitíkina á þann stað sem hún sé nú, með slitum á samstarfi í haust.
Þá segir hún orðrétt: ,,.......reiðin er lengi að fara og það tekur langan tíma að vinna upp traust."
segir síðan: ,,... hins vegar er það rangt sem Björn Ingi heldur fram í Fréttablaðinu að sjálfstæðismenn hafi boðið honum aftur samstarf. Þetta er smjörklípa hjá honum til þess að komast hjá þessu fatakaupamáli."
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Mbl.is -,, Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr forseti borgarstjórnar sagði í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að Björn Ingi Hrafnsson fráfarandi oddviti Framsóknarflokksins hafa verið frábæran samstarfsmann sem unnið hafi af miklum heilindum þar til fyrsti meirihluti þessa kjörtímabils sprakk.
Hann sé mikill framsóknarmaður þó hún telji reyndar að hann eigi meiri samleið með Sjálfstæðisflokknum. Þá sagðist hún alls ekki telja víst að Björn Ingi sé horfinn af vettvangi stjórnmálanna."
Sem sagt bullandi ágreinur á milli þeirra stallsystra um ástæðu þess að meirihluta borgarstjórnar sprakk í október s.l.
Þess má geta að í atkvæðagreiðslu borgarstjórnar skiluðu allir í nýföllnum borgarstjórnarmeirihluta auðu, í kosningu til forseta borgarstjórnar, nema Björn Ingi Hrafnsson, sem greiddi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur atkvæði sitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2008 | 09:33
Það gerðist aldrei neitt hjá borgarstjórnarmeirihluta í október s.l.
Það var ekkert REI-mál í október s.l. !
Það var aldrei neitt athugavert við afgreiðslu REI-málsins!
Sex-menningarnir voru ekki sviknir af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni!
Sex-menningarnir fóru aldrei á fund forsætisráðherra án Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar!
Björn Ingi Hrafnsson stakk þau ekki í bakið!
Björn Ingi Hrafnsson var aldrei kallaður svikari!
REI-málið var ekki talið klúður ársins í öllum fjölmiðlum landsins fyrir 22 - 25 dögum síðan eða um áramótin síðustu!
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, öllum að óvörum og algerlega að nauðsynjalausu baðst afsökunar, opinberlega á einhverju sem engin veit hvað var!
24.1.2008 | 20:52
Tl allra frétta- og blaðamanna!!!! - Á hverju baðst Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson afsökunar í október?
Í fullkomnlega eðlilegu fjölmiðlafári dagsins, spurðu frétta- og blaðamenn nánast alla viðmælendur úr nýlátnum borgarmeirihluta hvort gjörningur Sjálfstæðismanna og Frjálslyndra (Íslandshreyfingarinnar), væri eitthvað öðruvísi en sá gjörningur sem hinn svonefndi Tjarnarkvartett framkvæmdi í október s.l.
Þá spurðu þeir einnig þá viðmælendur í núverandi meirihluta hvort ofangreindur gjörningur í október hefði verið eitthvað rangari en sá sem nú hefur verið framinn!
Af hverju fylgdu frétta- og blaðamenn því aldrei áfram í þessum spurningum, hvað það hefði verið sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefði beðist afsökunar á? Sem hann reyndar marg-ítrekaði í stórgóðu viðtali við Sigmar Guðmundsson, í Kastljósi á mánudagskvöld.
Hefði það ekki verið sanngjörn spurning í dag?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 20:25
Sigmar Guðmundsson í Kastljósi stýrði viðtölum frábærlega!!!
Verð að hrósa Sigmari Guðmundssyni - Kastljósi - fyrir frábær viðtöl í Kastljósi í kvöld.
Hef ekki séð spyrjanda fylgja spurningum sínum svo vel eftir í viðtali áður.
Kastljós hafið þökk fyrir það sem vel er gert og endilega..... miklu meira af slíkri vinnu.
22.1.2008 | 01:39
Fellur þá nýr borgarstjórnarmeirihluti á slæglegri enskukunnáttu?
En Vilhjálmur sagði okkur það í haust...... í öllum fjölmiðlum ..... að þetta hefði allt verið svo ruglingslegt í kringum REI, mikið af pappírum og auk þess allt á ensku!!! Ekkert skrýtið þótt þetta færi bara allt í eina hringavitleysu!!!!!
Aftur er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðtogi borgarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins og ,,maður flaggar jú alltaf sínu fínasta og besta".
20.1.2008 | 01:47
Hvað þreytir Björn Inga svo mjög?
Málefnaleg umræða eða ómálefnaleg?
Skiptir ekki öllu máli hvort það er málefnaleg gagnrýni eða ómálefnaleg sem þreytir mann. Ein stærstu mistök sem stjórnmálamenn hafa gert eru málefni REI. Þótt búið sé að draga Reykjavíkurborg út úr því dæmi, sitjum við samt sem áður uppi með þá staðreynd að ráða ekki yfir náttúruauðlindum okkar á Hengilssvæði - Reykjanesi. Ef umræða um þá ákvörðun og þau stjórnsýsluglöp þreyta Björn Inga þá á hann ekkert erindi í stjórnmál.
Varðandi fréttatilkynningu Guðjóns Ólafssonar, um meinta fatastyrki til Björns Inga þá ætti hann undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hrista þann orðróm af sér án þess að vera að ,,kikna" undan því. Er smámál miðað við REI-málið.
Gæti hugsast að Björn Ingi sé svo þreyttur vegna þess að hann stóð einn í REI-málinu, ekki var að sjá að forystumenn Framsóknarflokksins né þingmenn stæðu á bak við hann í þeirri stóru ákvarðanatöku.
Afleiðing þess máls er sú að náttúruauðlindir okkar - jarðvarminn á svæði HS er nú framseljanlegur til hverra sem er, án þess að við sem eigum þær, fáum rönd við reist.
Ekki er ég Framsóknarmanneskja eða bundin við einhvern stjórnmálaflokk - en fylgist nokkuð vel með stjórnmálum og finnst mér bera skylda til.
19.1.2008 | 02:55
Blogg-miðillinn setur niður
Hver er þessi blogg-miðill - sem er jú svo merkilegt fyrirbæri í sjálfu sér. Eins lýðræðislegt form og hugsast getur!
Jú hann er miðillinn þar sem fólk leyfir sér of oft að leyfa sínum smæsta manni að blómstra.
Það birtust fréttir um það í gær að Svandís Svavarsdóttir hefði lent í slysi um borð í flugvél við lendingu á Egilsstaðaflugvelli. Ég hefði svo sannarlega ekki viljað vera í þessum aðstæðum. Ókyrrð greinilega mjög mikil og að lenda svo í þessu slysi í ofanálag.
Hvernig er hægt að tengja þetta við pólitík? Hvað er að þegar fólk þarf að nota slíkt tækifæri til þess að gera lítið úr mannesku, starfs síns vegna?
13.1.2008 | 02:21
Útrýmum ,,þeim sem minna mega sín"
Útrýmum þessu niðurlægjandi viðhorfi og orðalagi.
Gjarnan er talað um þá sem minna mega sín, þegar rætt er um t.d. aldraða, öryrkja, sem eru það vegna meðfæddrar fötlunar eða sjúkdóma, einstæða foreldra, barnmargar fjölskyldur - þ.e. á mannamáli, fólk sem samfélagið hefur ákveðið að ekki skuli launa því (ofangreindu fólki) störf eða framfærslu nema að algjöru lágmarki og þar undir.
Hvers vegna verðskuldar þetta fólk ekki lágmarksvirðingu.
Hvers vegna verðskuldar ellilífeyrisþegi ekki þá lágmarksvirðingu að um kaup hans og kjör sé fjallað eins og alls annars fólks - en ekki ,,þess sem minna má sín".
Ellilífeyrisþegar er eins og flest annað fólk - sómakært fólk, hefur unnið fullt starf og meira til oft á tíðum, allt sitt líf, alið upp sín börn og komið til manns, byggt upp það t.d. skólakerfi sem við búum að í dag, byggt upp mörg fyrirtækin sem t.d. hafa verið seld til einkaaðila nú á síðustu árum, nefnum þar Landssímann, bankana, sjónvarp, útvarp, heilbrigðiskerfi, almannatryggingakerfi, lífeyrissjóði og svo mætti áfram telja.
Allt það fólk sem tilheyrir ofangreindum hópum geldur að fullu það sem keisarans er - þ.e. greiðir hæstu skattprósentu að fullu, sem og alla opinbera álagningu alls staðar í þjóðfélaginu, virðisaukaskatt af allri vöru og þjónustu - öll opinber gjöld eins og vera ber.
Mér er til efs að það séu margir í þessum hópum sem opinberlega eru hættir að vera einstaklingar, heldur reka sig og fjölskyldu sína sem fyrirtæki. Allur kostnaður verður frádrættarbær til skatts, þar með talinn allur orkunotkunarkostnaður, svo sem bensín/dísel á bíla, rafmagn og hiti til notkunar í heimahúsi - bifreiðakostnaður, ferðakostnaður og svo mætti áfram telja. Þegar uppi er staðið greiða þessir fyrirtækja-einstaklingar skatta af algjörum lágmarkstekjum.
Þá skal það fullyrt að þeir hópar sem ávalt er fjallað um sem minni máttar - eru þeir hópar sem greiða hæstu jaðarskatta. Einstætt foreldri sem greiðir af húsnæði, orkukostnað, bifreiðakostnað, ferðakostnað og allt sem að ofan greinir, gerir það í fæstum tilfellum fyrir andvirði 100% launavinnu, það sem hjón gera fyrir 100% x 2 fyrir jafnvel sömu fjölskyldustærð.
Nefndi hér einstæða foreldra - en að sjálfsögðu á athugasemd um jaðarskatta að fullu við þá sem inna af hendi störf þar sem við sem ,,meira megum okkar" höfum ákveðið að skammta eins og skít úr hnefa, og jafnvel þau okkar sem eru hætt að vera persónur, heldur fyrirtæki.
5.1.2008 | 00:55
Stærðfræðiþekking mín og heilbrigðisráðherra!
Ég vissi það og hef nú fengið staðfestingu á því hjá ekki minni manni - en sjálfum heilbrigðisráðherra að eitthvað væri brogað við stærðfræðikunnáttu mína.
Hef greinilega alltaf misskilið þetta með debet og kredit......
Til þess að leysa fjárhagsvanda spítalanna ........ förum við í inn- og útrás með sjúklinga.
Í staðinn fyrir að nota öll sjúkraúm fyrir íslenska sjúklinga sem er hrein og klár ávísun á
taprekstur - hagræðum við - flytjum þá til útlanda - (útrás á business-máli) og flytjum
inn útlenska sjúklinga. Tær snilld!
Útrásin bjargar öllu.
Samkvæmt minni misskildu stærðfræðikunnáttu gengi þetta plott upp ef við færum bara í útrásina, en slepptum innrásinni! - en heilbrigðisráðherra er örugglega klárari í stærðfræði en ég!
28.11.2007 | 18:05
Lækning á jólabrjálsemi
Nú er runninn upp sá tími ársins þar sem hægt er að gæða sér á andans lystisemdum dag hvern ef því er að skipta í formi upplestra rithöfunda á bókum sínum.
Átti slíka stund á Sjávarbarnum að Grandagarði í gærkvöld. Frábær kvöldstund í einu orði sagt.
Þar voru þeir Einar Már Guðmundsson og Óttar Guðmundsson að lesa upp úr bókum sínum
Rimlar hugans eftir Einar Má og Kleppsspítali í 100 ár eftir Óttar. þeir lásu til skiptis valda kafla úr bókunum og sögðu lauslega frá viðkomandi efni.
Báðar þessar bækur alveg frábærar.
Þá er vert að geta þess að gestgjafar Sjávarbarsins tóku sérlega vel á móti gestum sínum.
Ég fullyrði að slíkar stundir eru hin besta slökun á hinni alræmdu jólabrjálsemi og snöggtum ljúfari jólastemning en jólastemning ,,mollanna