Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ragnar Reykás á Landsfundi Sjallanna - Klöppuðu ákaft fyrir Davíð í gær og klöppuðu svo ákaft fyrir Geir í dag? Er kannski klappvél á staðnum?

Hafa Framsóknarmenn ekki átt heiðurinn af því hingað til að snúa sér í málefnum - svona rétt eins og vindarnir blása?

Geir gagnrýndi ræðu Davíðs Oddssonar frá í gær - og liðið ætlaði vitlaust að verða úr fögnuði !

Sama lið ætlaði líka að verða vitlaust úr fögnuði við ræðu Davíðs Oddssonar í gær!

Hversu marktækt er þetta fólk til þess að taka svo mikið sem ákvörðun um hvort Íslendingar framtíðarinnar eigi yfir höfuð að læra að lesa eða ekki?


Á kosningafundi hjá Sjálfstæðismönnum hlógu þeir og flissuðu af Evu Joly!!!

Fór á framboðsfund hjá Illuga Gunnarssyni - þ.e. prófkjörsfund - svona bara til að upplifa það.  Þar voru ekki margir mættir en fólk sem sótti fundinn með margar spurningar.

Þegar talið barst að hugsanlegum endurheimtum fjármuna þeirra sem arðrænt höfðu landið, þá hló og flissaði með-ræðumaður Illuga Gunnarssonar þar. þegar hann nefndi vissan erlendan sérfræðing sem hafði sagt embætti sérstaks saksóknara brandara! og Bætti við að þessir fjármunir yrðu aldrei endurheimtir!

Það var skelfilegt að verða vitni að þessu.  Þó verður að segjast eins og var að Illugi Gunnarsson, varð kindarlegur á svip en sagði ekkert!!!

 


Jesper, Kasper og Jónatan eru Sjálfstæðismenn!

Lögum um Lífeyrissjóði var breytt til þess að þeir gætu verið öflugri í áhættu-fjárfestingum - Þetta fór fram í boði Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna.

Arðrán á bótasjóðum Tryggingarfélaganna fór fram í boði Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.

Kvótinn okkar varð varð framseljanlegur og veðsetningarhæfur - þetta var í boði Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.

Ríkisbankarnir voru einkavæddir til vina og flokkseigenda - þetta var í boði Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.

Íslendingar sem þjóð varð ein af fáum þjóðum í heiminum sem beint gerðist aðili að innrásum í Írak - þetta var í boði Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna.


Hjartaheill fengu 50 milljónir í söfnun - Fátæka fólkið á Íslandi sem RKÍ safnaði fyrir fékk 15 milljónir

Fátækt fólk á Íslandi eru svo sannarlega óhreinu börnin hennar Evu.

Þar situr það þrátt fyrir að hafa greitt hlutfallslega hæsta skatta á Íslandi síðustu áratugi, skv. könnun OECD og Fjármálaráðuneytis Íslands


mbl.is Hátt í 50 milljónir króna söfnuðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona litli minn!

Ótrúlega yfirlætisleg mynd!!!
mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já þeir eru stoltir Sjálfstæðismenn - sækjast sér um líkir!!!

Svo situr þetta lið - og klappar.....

Forheimskan ríður ekki við einteyming!


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

And skotin í Halli Magnússyni, framsóknarmanni !!!!

Verð að segja það! - Er and skotin í honum Halli!!!

Finnst hann ekki alveg nógu útsmoginn í dag!

Hann segir 20% niðurfellingu skulda ekki kosta neitt - það sé bara niðurfelling - kosti ekki neitt!!

Því segi ég af hverju þá bara ekki að fella niður allar skuldir, skuldir útrásarvíkinga, skuldir ríkisstjóðs, skuldir lífeyrissjóðanna og ekki síst skuldir allra heimila og barasta allar skuldir??

Kostar ekki neitt!


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - þetta er bara ódýrt hjá þér!

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist skilningsvana með öllu.

 Langar að minna á mjög stóra myndlistarsýningu á Listasafni Akureyrar sem hét ,,Bæ bæ Ísland" og var haldin í maí 2008.  Sú sýning var svo pólitísk og gagnrýnin að engin fékkst til að styrkja hana.

Það eitt þótti fréttaefni út af fyrir sig.  þá eru ótaldar greinar, bækur, leikrit og annað.

Lesið endilega eftirfarandi orð Ingibjargar hér fyrir neðan

,,Svo er ég enn að reyna að komast til botns í því hvers vegna íslenskt samfélag gekkst inn á þetta,  þó að ekki væri nema með þegjandi þögninni eða með því að taka fagnandi þeim brauðmolum sem hrutu af borðum auðmannanna  og má þá einu gilda hvort í  hlut áttu rithöfundar, leikhúsfólk, stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, sveitarstjórnarmenn, skólamenn eða aðrir framámenn í samfélaginu," sagði Ingibjörg Sólrún.


mbl.is Siðrof í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós viðheldur þöggun í samfélaginu - Er Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri í áskrift að laununum sínum?

Ritstjóri Kastljóss - fréttamiðils í eigu allra landsmanna - sér ekki ástæðu til þess að fjalla um málefni skýrslu um íslenska bankastarfsemi frá febr. 2008 og hefur ekki fengist birt fyrr en í gær.

Graf-alvarlegar upplýsingar koma þar fram.

Því var bindiskylda bankanna lækkuð eftir útkomu hennar og bankastjórar Seðlabanka Íslands voru með undir höndum?

Hvers vegna segir Geir Hilmar Haarde í gær að ekkert hefði verið hægt að gera, í febrúar á síðasta ári?

Hvers vegna fengu Landsbankamenn fullt leyfi til þess að halda áfram að markaðssetja Icesave og bæta við nýjum löndum í safnið?

Fulltrúi úr Markaðsdeild Landsbanka og eyjubloggari fer fram fyrir Sjálfstæðisflokk í Reykjavík nú í komandi kosningum - eru þeir að skammast sín?  Viljum við slíkt fólk?

Hvenær færði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og hennar maður, fjármuni sína úr Kaupþingi yfir í einkahlutafélag?  Jú í kjölfar vitneskju Árna Mathiesen, Geirs Hilmars Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um raunverulega stöðu bankanna?

Og Þorgerður fer stolt fram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins!

Svei viðhlæjendum þeirra


mbl.is Sögðu eitt - gerðu allt annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn - þið eruð þjóðníðingar!

Geir Hilmar Haarde sagði í viðtali í dag, eftir að skýrsla um erfiðleika íslenskra banka var gerð og kynnt honum sjálfum, Árna Mathiesen og Ingibjörgu SÓlrúnu Gísladóttur, að í febrúar hafi verið orðið of seint að bregðast við vanda íslensku bankanna.

Er maðurinn með einhverja ,,hömlun" eða er hann algerlega siðblindur!

Gat hann þá ekkert gert í því að Landsbankinn færði Icesafe-reikninga sína í Bretlandi yfir í dótturfélag sem væri skráð þar í landi?

Gat hann þá ekki látið setja stopp á áframhaldandi glæpastarfsemi vina hans hjá Landsbanka Íslands með því að setja á stofn Icesafe-reikninga í Hollandi, Þýskalandi, Belgíu

Hvað með fréttamenn þá sem tóku viðtöl við hann í dag?  Því spurðu þeir Geir blinda ekki um Icesafe og það fjárglæfraævintýri sem hann gaf vinum sínum grænt ljós á?

Ætla Sjálfstæðismenn svo með m.a. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem varaformann að segja okkur að þau skilji reiði okkar?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband