Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.3.2009 | 23:23
Forkastanleg þöggun hjá Kastljósi!!! - Sveiattan Þórhallur Gunnarsson
Það var með ólíkindum að horfa á Kastljós-þátt kvöldsins!
Eyddu löngum tíma í þátt um bátasmið - sem í sjálfu sér var ágætasta efni - en í dag kom undir manna hendur skýrsla sem hafði verið leyniplagg í Seðlabankanum, þar sem fram kemur að strax í febrúar var fyrrverandi, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra ljóst í hvað stefndi og geta því ekki lengur látið eins og þetta hafi borið skyndilega að!
Ég segi sveiattan við þessari þjónkun þeirra gagnvart Sjálfstæðisflokki!!
22.3.2009 | 17:27
Símsvörun starfsfólks 112: ,,Líflína Sjálfstæðisflokksins, góðan dag"
,,Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund kr., að því er fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar á fjármálum stjórnmálaflokkanna. Að sögn Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, var fyrirtækið hlutafélag á þessum tíma og í eigu margra aðila. Aðrir flokkar hafi ekki sóst eftir styrk."
Skyldu þáverandi hluthafar samþykkt þessa greiðslu?
Af hverju skyldu aðrir flokkar ekki hafa sóst eftir styrk?
Skyldi þeim yfir-höfuð hafa dottið það í hug?
Mun Sjálfstæðisflokkurinn sækja um kosningastyrk til Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands, Rauða Krossins og ekki síst til barna sem eiga safnbauka?
Hversu lágt er hægt að leggjast?
Enginn sóttist eftir styrk nema Sjálfstæðisflokkurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 17:40
,,Ákvörðun keðjunnar vonbrigði" en var í lagi með ákvörun Einars K. Guðfinnssonar um leyfi til hvalveiða?
Sem sagt - það eru vonbrigði að verslanakeðjan Whole Foods market standi með viðskiptavinum sínum - Hvers ákvörðun varð til þess að fyrirtækið sjái sér beinlínis óhag í því að markaðssetja íslenskar vörur?
Einar K. Guðfinnsson tók pólitíska hagsmuni hér heima fram yfir hagsmuni þjóðarinnar á alþjóðagrundvelli
Ákvörðun keðjunnar vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég vil hrósa sitjandi ríkisstjórn fyrir að taka á mörgum þeim málum sem brunnið hafa á okkur - ekki síst fyrir það að loksins eftir að hún settist að völdum - var af einhverri alvöru farið að sinna rannsókn á efnahagshruninu. Myndi vilja sjá þá frysta eigur ,,auðmanna" þeirra sem liggja vissulega undir grun um að hafa brotið lög og samfélagsreglur.
Það gleður mig að sjá Ögmund ræða við heilbrigðisstarfsmenn sjálfa, sem sinna þjónustunni um þörf á samvinnu allra sem þar koma að málum við endurskoðun á þjónustu og fjárlögum. Það veit á gott.
Ögmundur: Viðfangsefnið er tröllaukið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 14:26
Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson segja það nauðsyn að hafa alþingismenn í stjórnum fyrirtækja!
Á Borgarafundi í Iðnó s.l. miðvikudag og á framboðsfundi hjá Illuga Gunnarssyni í húsi Öskju á fimmtudag, lýstu þessir þingmenn því yfir að þeir teldu að alþingismenn ættu að sitja í stjórn fyrirtækja.
Illugi Gunnarsson sagði það nauðsynleg tengsl alþingismanna við atvinnulífið!
Hvað finnst okkur um það?
12.3.2009 | 19:30
Ríkisstjórn VG og Samfylkingar hefur gefið okkur trúna á betra samfélag!
Ríkisstjórn Íslands undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur staðið sig ótrúlega vel. Þar ræði ég um samstarf við Evu Joily, samstarf við hinar Norðurlandaþjóðirnar við að aflétta leynd af reikningum á Cayman-eyjum, baráttan við að skipta um bankastjórn í Seðlabanka Íslands, mannabreytingar í bönkunum, uppbygging atvinnutækifæra og atvinnusköpunar, samningar við verkalýðshreyfinguna um frestun á launahækkunum, núverandi frumvarp um stjórnarskrárþing og stjórnarskrárbreytingar, frumvarp um aðgerðir til verndar heimilinum o.fl.
Þau hafa unnið vel. Það verður alltaf ljóst að ekki verða allir ánægðir - en svo augljóslega stuðla þau að meiri jöfnuði en við höfum orðið vitni að síðustu áratugi.
Þá eru þau óhrædd við að leita til sérfræðinga, erlendra sem innlendra og eru tilbúin til að hlusta og ígrunda.
Hafið þakkir fyrir mikla vinnu og vel unnin störf
12.3.2009 | 15:22
Bjarni Benediktsson stuðningsmaður þess að alþingismenn sitji í stjórn einkahlutafélaga!
Bjarni Benediktsson var spurður að því á Borgarafundi í Iðnó, í gærkvöld miðvikudagskvöld að hann sæji ekkert athugavert við það að alþingismenn sætu í stjórnum fyrirtækja, svo framarlega að ekki væri um að ræða stjórnir ríkisbanka!
Hann styður gjörninga eins og setu hans sjálfs í stjórn N1 fram að falli bankanna og setu Illuga Gunnarssonar í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni eins og frægt er orðið.
Svo ætla þessir menn að stýra endurreisn Íslands!
11.3.2009 | 17:17
Grafalvarlegt mál: Egló Harðardóttir, alþingismaður beitir bloggara fádæma vanvirðingu
Það sætir undrun og stórmerkjum að Eygló Harðardóttir, alþingismaður, sem krefst stjórnlagaþings skuli beita almenningi sem setur inn skoðanir sínar á athugasemdakerfi hennar þeirri vanvirðu að loka fyrir athugasemdir. Ég er sú sem um ræðir.
Ástæða þess er líklega sú að eftir að Eygló fór hamförum í sandkassaleik, hafði ég samband við aðra og reyndari þingmenn flokksins og benti þeim á að enginn - enginn þingmaður hefði leyfi til þess að hamast eins og hún gerði, burt séð frá allri pólitík.Þar skrifaði ég sem atvinnulaus móðir og bað þá um að biðja hina ágætu þingkonu um að ræða um málefni sem skiptu máli en ekki hvort þessi eða hinn væri pappakassi - DO og fleiri. Skal þess þó getið hér að síst allra var ég stuðningsmaður DO í Seðlabanka eða stuðningsmaður yfirlett.
Ég benti hins vegar á að nóg og ærin væru verkefninin og að ég gæti ekki setið hér heima og horft á slík barnaleg skrif - Alþingismenn hefðu bara ekki leyfi til þess á tímum sem þessum.
Í framhaldi báðu Framsóknarmenn mig um að senda e-mail til þeirra sem ég gerði varðandi þetta mál. E-mailið má sjá hér að neðan.
En hin lýðræðislega þingkona hefur nú lokað á athugasemdir frá mér sem þó voru kurteislega orðaðar, en gagnrýnar - þar sem ég bað hana um að hætta slíkum sandkassaleik.Hér kemur bréf það sem ég sendi öðrum Framsóknarþingmönnum vegna skrifa Eyglóar!
Vinsamlegast lesið
Af gefnu tilefni langar mig að koma á framfæri kvörtun vegna skrifa
Eyglóar Harðardóttur, á bloggsíðu sína á Mbl.is
Bendi ég þar sérstaklega á greinarnar ,,Græn stjórn" og
,,Seðlabankastjóra á Skrímslasetrið" sem og athugasemdir.
Það er með ólíkindum að lesa skrif hins nýja alþingismanns Eyglóar
Harðardóttur á blogg-síðu sína á Mbl.is, þar sem hún skrifar sem
Alþingismaður Framsóknarflokksins.
Það verður að segjast eins og er að í þessum skrifum eykur Eygló
Harðardóttir ekki á virðingu almennings í landi okkar gagnvart
löggjafarþingi þjóðarinnar sem er mjög brotin fyrir.
Eygló er eins og allir aðrir starfsmenn Alþingis ríkisstarfsmaður og
því á launum hjá ríkissjóði. Þeir eru býsna margir orðið í okkar
þjóðfélagi sem ekki hafa lengur aðgang að atvinnu, burt séð frá
menntun, aldri, starfsreynslu eða fjölskylduaðstæðum.
Á þeim tímapunkti sér Eygló ástæðu til þess að sýna almenningi
óheyrilega vanvirðu með skrifum sínum, þrátt fyrir margar athugasemdir
inn á síðum hennar, þar sem almenningur sem greiðir henni launin,
frábiður sér slík vinnubrögð en kallar eftir faglegum skrifum,
upplýsingum frá henni um stefnu þá sem henni er ætlað að vinna eftir á
löggjafarþinginu og gangi mála þar.
Það hlutverk sem mér þykir vænst um í lífinu er móðurhlutverkið.
Menntun, starfsaldur, starfsreynsla, stjórnmálaskoðanir eru þættir sem
eru ekki jöfn þeirri stöðu að vera móðir. Sú sem elur önn fyrir
afkvæmi sínu, sú sem ýtir áfram til náms, sú sem tekur þátt í gleði og
sorg, sú sem stuðlar að auknum þroska barnsins síns og reynir með
öllum ráðum að skila góðum og hæfum einstaklingi út í þjóðfélagið.
Þær eru margar mæðurnar á Íslandi. Þær eru líka margar mæðurnar á
Íslandi í dag, sem bera kvíðboga fyrir framtíð barna sinna.
Við slíkar aðstæður vita þær sem er að þær þurfa að standa saman, þær
þurfa að komast í gegnum hlutina.
Það eykur ekki á tiltrú okkar mæðra að ofangreindur þingmaður skuli
bjóða okkur upp á slík skrif. Það eykur heldur ekki tiltrú okkar á
löggjafarvaldið sem er grundvöllur lýðveldis okkar.
Ég ætla þó að segja að margt af því sem Eygló hefur haft fram að færa
hefur verið mjög skilmerkilegt og oft á tíðum spennandi og þess virði
að leggja við hlustir.
Með kveðju,
Alma Jenný Guðmundsdóttir
Reykjavík
11.3.2009 | 16:37
Frábært framtak
Virknisetur býður upp á íþróttaaðstöðu almenningi að kostnaðarlausu.
Það er staðreynd að það skiptir verulega miklu máli að ná að halda ákveðinni rútínu þegar atvinnuleysi hellist yfir fólk. Þá er hreyfing ekki sístur kostur til þess að vihalda orku og jafnvægi.
Þakka kærlega fyrir þetta átak.
Bjóða almenningi aðstöðu að Hlíðarenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 00:24
Þjóðverjar farnir að loka á viðskipti við Íslendinga .........
Fáir Íslendingar hafa gert eins mikið í því að kynna land og þjóð sem Arthúr Björgvin Bollason.
Ég veit að hann setur ekki slíka hluti fram nema að mjög yfirveguðu máli!
Aumkunarverð sjálfstæðisbarátta Íslendinga lýsir sér í afstöðu sinni til hvalveiða.
Bendi á greinar mínar hér á blogginu svo sem ,,Bjartur tröllríður til heljar" um sama mál.
Einari K. Guðfinnssyni tókst með þessum ljóta leik sínum, pólitíska leik, að rústa okkur alveg sem þjóð.
Íslendingar líta á hvalveiðimálið sem einhvers konar baráttu við umheiminn. Hverjir verða viðskiptahagsmunir okkar af því?
Sniðganga íslenskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |