Háskóli Íslands stundar þöggun

Á árinu 2002/2002 sótti ég kúrs við HÍ, og tók sem hluta af námi mínu í ferðamálafræði.

Kúrsinn sá (námskeiðið) var nýmæmi við HÍ og var tilraun til þess að sameina menningu annars vegar og hins vegar markaðinn.  Stjórnendur námskeiðs voru  Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntum, Hugvísindadeild og að mig minnir nú en þori ekki að staðhæfa - Björgvin Guðmundsson frá Viðskiptadeild.  Það var í okkur nemendum bæði tilhlökkun en einnig ákveðinn efi.

Mjög margt af þessu efni var ákaflega skemmtilegt - fyrirlesarar voru t.d. Halldór Guðmundsson, rithöf. og bókaútgefandi, Halldór Runólfsson, listfræðingur, Tolli, Hannes Sigurðsson hjá Listasafni Akureyrar og ekki síst Jón Jónsson hjá Strandagaldri.

Í einum af þessum tímum var Ólafur, eigandi og forstöðumaður Íslensku Auglýsingastofunnar, þá og nú.  Það vissu það allir nemendur í ferðamálafræði að það hafði verið Íslenska auglýsingastofan sem gerði auglýsingar fyrir Icelandair sem hljómuðu:  ,,Reykjavik - dirty weekends" og ,,Reykjavik one night stand".

Þegar að fyrirspurnum kom bað ég um orðið og spurði Ólaf þess hvort auglýsingastofur hefðu einhverjar skráðar siðferðisreglur til þess að vinna eftir.

Ekki fengum við svar við spurningu - a.m.k. ekki sem við skildum og vorum við þó mörg á miðjum aldri þarna.

Ég spurði aftur - og enn var okkur ekki svarað bein.  Þegar við í þriðja sinn vildum spyrja, vorum við stoppuð af og sagt að við trufluðum kennslustund.

Það gerði Ástráður Eysteinsson, af mikilli hörku og satt best að segja var löngun til þess að klára þennan kúrs akkúrat engin hjá nokkrum okkar, þótt svo við gerðum það okkar sjálfra vegna, enda búin að eyða nokkrum vikum í þennan kúrs.

Við sem vorum í þessum hópi spyrjanda vorum á aldrinum 35 - 55 ára og þóttu þessi vinnubrögð professorsins í bókmenntum og umsjónarmanns námskeiðs afar sérkennileg og dapurleg.

Við virkilega hugleiddum, hvern Ástráður Eysteinsson hefði verið að verja! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Alma mín, það er náttulega aldrei lognmollan í kringum þig dúllan mín  

Vá ég hefði sko viljað vera með þér í þessum kúrs.  Hefði tekið þátt í því að spyrja og spyrja og spyrja þar til mér hefði eflaust verið vísað á dyr.  Og þá hefði ég auðvitað viljað fá viðhlítandi rök fyrir því

Þessi auglýsingaherferð ,,Reykjavik - dirty weekends" og ,,Reykjavik one night stand" var hörmuleg og setti okkur hreinlega niður  

Skil ekkert í því af hverju voru ekki settar reglur varðandi auglýsingar á landi og þjóð eftir þetta????????? En eru þeir sem stjórna nokkuð menntaðir í þessu fagi hvort eð er og hafa lítinn sem engan skilning á viðfangsefninu!

Þá er ekki við miklu að búast!

Vilborg G. Hansen, 5.1.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband