Fyrirlitning er hættulegt ástand !

Hvenær fer manneskja að fyrirlíta aðra manneskju ?

Fyrir langflesta þarf ærið tilefni að skapa fyrirlitningu. 

Það er staðreynd að þeir sem upplifa kúgun, langvarandi kúgun, aftur og aftur,

án þess að fá nokkru um það breytt - upplifa sig algerlega vnmáttuga.

Þær tilfinningar sem manneskja upplifir í kjölfar kúgunar, er hræðsla, reiði og síðan sorg.

Haldi þessi kúgun áfram, endar það á því að  manneskja sem slíkri kúgun er beitt

rýfur tengsl við tilfinningar -  eitthvað brotnar inni í henni eða slitnar.

Við þessar aðstæður hefst fyrirlitningin.

Sá sem fyrirlítur, hefur lokað á samvisku sína gagnvart kúgara, verður hreint sama um hann - en öll reiðin situr eftir.

Það eru ákaflega vanþroskaðar manneskjur sem stýra þessu landi, ef þessi staðreynd er þeim

hulin ! 

Með valdagræðgi sinni, hroka og síendurteknu mistökum hafa þau sært þessa þjóð og ærumeitt

svo fá eða nokkurt dæmi er um slíkt í sögu þjóðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband