28.1.2009 | 02:50
Óhófleg bjartsýni Íslendinga vegna ferðaþjónustunnar á komandi misserum!
Ég hef verið að benda hinum íslensku bjartsýnismönnum á að ekki skuli þeir svo öruggir með innkomu gjaldeyris af ferðamönnum og vísa ég í þessa grein Alþjóða-ferðamálastofnunar SÞ.
Íslendingar hafa að mestu markaðssett sig a Norðurlöndunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu og BNA.
Í þessum löndum er efnahagsástand mjög bágt. Þótt íslenska krónan sé hagstæð, verður ekki það sama sagt um innlendan kostnað vegna hárra stýrivaxta og mikillar verðbólgu.
Bretar hafa verið fjölmennir í þeim hópi sem sækja Íslendinga heim - en munu þeir ferðast mikið á milli landa, fremur en við? Efnahagsástand þeirra er orðið afar slæmt. Þá horfir illa hjá Frökkum í þeim málum einngi.
Þá eru önnur rök fyrir þessari skoðun minni sú, að fólk í Evrópu - sem á annað borð fer á milli landi, muni sækja heim ódýrari lönd en okkur.
Held að við þurfum að vera raunsæ í spám okkar um fjölda erlenda ferðamanna til Íslands, næstu misserin og miða áætlanir við raunverulegt ástand á þeim mörkuðum sem við höfum mest sótt á.
Þá ætti Ferðamálaráð - undir Iðnaðarráðuneyti að fara að kanna markaðssókn í Asíu en þar eru efnahagshorfur ekki alveg eins slæmar.
Ferðamönnum fækkar í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.