Varaformaður Framsóknarflokksins ítrekað gestur ólöglegs spilavítis - lögregla þarf að hafa afskipti af.

 

Í grein á Visi, Stöð 2 og DV er sagt frá því að 5 - 6 lögregluþjónar hafi þurft að rýma ,,spilavíti/Pókerspilastað í miðbæ Reykjavíkur.  Þar er Birkir Jón varaformaður Framsóknar sagður venja komur sínar, ásamt þá öðrum gamblerum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sá maður er staðinn að ólöglegu athæfi hér á landi við að gambla með peninga!

Ég spyr:  Er þetta hreinsunin /siðbótin í Framsókn!

Er manni sem er alþingismaður, varaformaður stjórnmálaflokks treystandi til þess að koma nærri málefnum löggjafarvaldsins, þar sem hann situr við að setja lög - en dundar sér svo við að brjóta þau í frítíma sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mitt svar er: Nei

Arinbjörn Kúld, 30.1.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband