Bjartur tröllríður til heljar!

Hann Bjartur í Sumarhúsum var sjálfstæður og síns eigin herra.  Hann þurfti aldrei aðtoð frá einum eða neinum.  Sjálfstæðisbarátta hans murkaði lífið úr eiginkonu hans sem og börnum fyrir rest - en hann var sjálfstæður og eigin herra og það skipti hann öllu máli.

Bjartur er oft notaður sem myndlíking yfir þá sem ekki geta eða þurfa aðstoð annarra eða samvinnu heldur skyldi sjálfstæðisbarátta hans og stolt/þrjóska standa, þrátt fyrir hungur og vesöld barna hans.

Þess vegna var Bjartur aumkunarverður!

Þetta hugtak er gjarnan notað í ,,meðferðabransanum".  Það er þeir sem leita sér lækninga og aðstoðar vegna drykkju og fíkniefnanotkunar, geta samt ekki þegið aðstoðina, því þeir geta ekki þegið hjálp - þeir eru sjálfstæðir einstaklingar og eigin herrar.  Það fólk sem svo illa er haldið af frændsemi við Bjart - hefur oft þegar uppi er staðið átt erfitt og jafnvel aumkunarvert líf.

Gylfi Zoega hefur svo oft ásamt Jóni Daníelssyni bent á þetta.  Þá var þetta eitt af aðal-umræðuefni Roberts Wade sem varaði við hruninu hér á landi, snemma árs 2008 og hefur komið til Íslands, til þess að ræða við ráðamenn og almenning á Borgarafundum.

Nákvæmlega þetta - við getum ekki og höfum ekki leyfi til þess gagnvart komandi kynslóðum, börnum okkar og barnabörnum að koma fram af svo miklum hroka sem oft skapast af vanþekkingu og ekki síður getuleysi.

Hvalveiðar Íslendinga t.d. er slíkt dæmi.  Íslendingar hafa tekið þann pól í hæðina með Einar K. Guðfinnsson í forystu að fara í slíka sjálfstæðisbaráttu við umheiminn, með því að leyfa veiðar á 150 langreyðum. 

Langreyðar eru flökkudýr og eru því ekki eign Íslendinga fremur en annarra þjóða.  Þær eru alheimseign, dýr sem eru talin í útrýmingarhættu vegna fækkunar í stofninum.

Ráðamenn eins og Einar K. Guðfinnsson hafa sagt með fulltyngi Kristján Hvals Loftssonar, að hvalveiðar hafi bara aukið fjölda þeirra sem fara í hvalaskoðun.

Halda Íslendingar virkilega að fjöldi ferðamanna í hvalaskoðun sé virkilega aðal-málið?

Halda Íslendingar virkilega að þetta hafi eingöngu með ferðaþjónustuna að gera?

Nei það er akkúrat málið.  Erlend stjórnvöld hafa sent hingað yfirlýsingar mjög harðorðar yfirlýsingar vegna hvalveiða okkar.  Hvað þýðir það að hafa beiðni þeirra að engu????

Jú, það kemur til að mynda niður á samskiptum okkar við umheiminn, kemur niður á lánum á fjármagni erlendra aðila til Íslendinga, kemur niður á ímynd okkar sem þjóðar í samfélagi þjóðanna.

Robert Wade ýjaði að því að þeir tímar sem við ættum eftir að fara í gegnum væru nákvæmlega eins og Gylfi er að tala um - og þar kom eiganda síðu þessarar í hug - hvað með matvælaöryggi þjóðarinnar?  

Hér höfum við enn sömu stjórnendur Seðlabanka Íslands og ráðamenn erlendis treysta ekki fyrir fjármagni, vegna efnahagsófara okkar.  Þeir tengja það ekki við persónur, heldur trúverðugleika.

Frændur okkar og nágrannar Grænlendingar búa nú við hungursneið  í hluta landsins. Norðurlandaþjóðirnar funda nú um þau mál, en gera þær kröfur fyrir fjárhagslegri aðstoð að Grænlendingar taki til í stjórn efnahagsmála, velferðarmála, menntamála, félagslegra mála o.s.frv., áður en að fjárhagsaðstoð kemur.

Það er nákvæmlega það sama og verið er að gera kröfur um hér á landi.

En Bjartur - hann var stoltur...........  og aumkunarverður.


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er oft spurður af því hvort íslendingar þurfi hvalkjöt til að lifa veturinn af á Íslandi. En best er þó viðbrögð eins kunningja míns sem las frétt um ísbirni sem skotnir voru á Íslandi. Han leit hugsandi upp úr blaðinu og sagði: "Ég hélt þú hefðir sagt að ca. 90% af landinu væri óbyggt! Er ekki pláss fyrir nokkra ísbirni þarna uppfrá?" :-) En það er satt sem þú segir, við höfum engann möguleika á að ná sæmilega eðlilegum samskiptum við aðrar þjóðir ef við ekki látum af þessum endalausa hroka (minnimáttarkennd?) okkar.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það er alveg ótrúlegt hvað við nennum að vera þrjóskast með þessar hvalveiðar, ég veit ekki betur en að það sé bullandi tap á þeim rekstri. Þetta er bara einhver fáránleg þrjóska.

Jón Gunnar Bjarkan, 20.2.2009 kl. 06:29

3 identicon

Skyldi Sjalfstæðisflokkurinn vera af Sr. Guðmundarkyninu.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:09

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Bjartur reið til heljar - við gerum betur og ríðum alla leið til ömmu andskotans.

Arinbjörn Kúld, 20.2.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband