Þess vegna veiðum við ekki hval

Hvalveiðarnar eru dæmi um það sem erlendum stjórnvöldum og þegnum almennt finnst vera stuldur á náttúru-auðlindum alheimsins.

Einar K. leyfði veiðar á 150 Langreyðum og 150 Hrefnum, daginn áður en hann lét af embætti sjávarútvegsráðherra.  Hvalveiðar í atvinnuskyni voru leyfðar 2006 - örfá dýr. Veiddar voru nokkrar hrefnur og mig minnir 7 langreyðar.  Það tók 3 ár að selja það kjöt - hvernig sem það hefur svo bragðast eftir 3ja ára frystigeymslu.  Verðmætið var 95 milljónir króna fyrir þjóðarbúið.

Langreyður er svonefnt flökkudýr - þ.e. hún syndir um öll heimsins höf, á viðkomu hér við land sem og annars staðar um heiminn.  Langreyður er í útrýmingarhættu og því eru flestir vísindamenn sammála um.

Aðrar þjóðir sem eiga þessi dýr líka, þar sem þau eru flökkudýr, og standa í miklum efnahagsþrengingum ættu þá alveg eins að geta veitt þessi dýr en gera ekki.

Þetta er ekki eingöngu spurning um hversu margir ferðamenn munu koma til landsins eða ekki koma - 

Þetta er ekki eingöngu spurning um hversu margir ferðamenn munu fara í hvalaskoðun.

Þetta er spurning um stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu.

Ég vann skýrslu um hvalveiðar árið  2006, en þar kom fram að erlend stjórnvöld, hagsmunasamtök og fyrirtæki voru alfarið á móti þessum veiðum okkar - en Íslendingar líta á þetta mál sem einhvers konar sjálfstæðisbaráttu - en þessi barátta okkar sem gefur okkur 95 milljónir á ári, dregur úr vilja alþjóðasamfélagsins til þess að eiga við okkur viðskipti, lánafyrirgreiðslu og almennt samstarf.

Svo.............. ekki er nóg að tala um hroka okkar stundum en hugleiða ekki stöðu alþjóðasamfélagsins þegar það hentar okkur ekki.  Því miður.

Japanir er markhópur okkar fyrir hvalkjöt.  Japanir eru að ganga í gegnum mjög miklar efnahagsþrengingar og spurning hvað þeir geri með hvalkjöt nú, hvað þá 300 dýr, þegar það tók þá 3 ár að versla 7 dýr.

Skv. markaðsrannsóknum í Japan, er það nánast eingöngu eldra fólkið sem borðar hval.  Það yngra gerir það ekki.

Íslendingar virðast svo oft taka mjög einarða afstöðu til mála án þess að kynna sér þau til hlítar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt.

Það er ótrúlegt að það skuli ekki hafa komið fram meiri andstaða við þessar hvalveiðar á alþingi þegar það er ljóst að við töpum á þessu hvernig sem málið er skoðað.

Við viljum ekki láta taka frá okkur þessa heilögu reiði yfir því að aðrir séu að skipta sér af því sem við "íslendingar" eru sjálf búin að ákveða með þvi að skoða rök með og á móti.

Er Þetta ekki bjartur í sumarhúsum syndrómið eða "bjartur í brunarústum" eins og Stormskerið kallar það?

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:06

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Gylfi Gylfason - þú þarft ekkeert að gera lítið úr business-hliðinni því ferðaþjónusta þrífst ekki án viðskipta.  Það var einmitt þannig sem Íslendingar ráku sína ferðaþjónustu of lengi, þeir buðu til sín erlendum gestum sem gestgjafar.

Varðandi markhópa þá tók ég ferðamálafræði fyrir sem fræðigrein og hef kynnt mér þá vel og ítarlega.

En markaðsmaðurinn hefur ekki skilið skrif mín - þetta á ekki eingöngu við ferðamennsku og í guðanna bænum kallaður það ekki ferðamannaiðnað - því hér er ekki um iðnaðarframleiðslu að ræða.  Þetta á við allt safélagið í heild sinni.  Öll önnur viðskipti.  

Talandi um vanþekkingu þá vill þannig til að ég vann skýrslur fyrir stjórnvöld um hvalveiðar í atvinnuskyni sem leyfðar voru árið 2006 og tók þá erlenda aðila inn í það dæmi og þar komu hvalveiðar okkar mjög illa út.

Sama hversu mikill Bjartur þú og fleiri kjósa að vera, þá sjáum við hvar ofureflið hefur borið okkur og aðrar veiðimannaþjóðir ofurliði - nærtækasta dæmið er Grænland.

Þú sem markaðsmaður átt að vita það að þarf svo mikla fjármuni í að breyta alþjóðamarkaði í þína veru að það viðgengist ekki.

Og þótt þú hafir farið einhvern einn túr með erlenda ferðamenn - þá er það nú svo að fjöldi ferðamanna sem kemur hér árlega er orðinn meiri en fjöldi landsmanna.

Svo þetta úrtak þitt getur ekki verið marktækt.

Þetta illa gefna fólk sem vill sækja Ísland heim - er sjálfsagt jafn illa gefið og þeir hagfræðingar úti í heimi sem reyndu að vara stjórnvöld við hruni bankanna.

Digurbarkalega talar maðurinn sem þó skv. upplýsingum um menntun og fyrri störf hefur engar forsendur til að ,,kenna" einum eða neinum neitt.

Og þar sem þú starfar við markaðsmál ættirðu að kynna þér japanskar rannsóknir sem eru jú eini markaðurinn sem stefnt er á með sölu á hvalkjöti, á markaðshorfum, markhópum og fleiru þar, varðandi neyslu á hvalkjöti.

Það er ekki skrýtið þótt brösulega hafi gengið að markaðssetja land og þjóð ef jafn fávíst fólk og þú hefur sinnt þeim málum einhvers staðar.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband