Svona getum við auðveldlega áunnið orðspor okkar aftur í alþjóðasamfélaginu! Endilega lesið eftirfarandi .....

Sjálfbær þróun er leiðinlegt orð en ákaflega merkileg stefna.  All-flestar þjóðir heims undirrituðu stefnu Agenda 21 í Rio ´92.  Þessi vinna var undir forystu Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og formanns t.d. hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Kyoto-bókunin sem er samningur um loftlagsmál er einn af stærstu samningum alþjóðasamfélagsins og tengist alfarið Agendu 21.  Við Íslendingar eins og aðrar þjóðir erum algerlega háð þessum Kyoto-samningi, við megum einungis ,,menga" ákveðið mikið og eigum vart orðið loftslagskvóta til þess að byggja upp fleiri álver.

 Sjálfbær þróun - Agenda 21 - er í stórum dráttum efnahagstefna, umhverfisstefna og ekki síst samfélagsstefna.

Hún gengur út á eftirfarandi:  Að verða sjálfbært þjóðfélag:

Auðlindanýting:  Sjálfbær - langtímasjónarmið en ekki skammtíma.  Fjármagn sem af slíkri nýtingu hljótist sé eign allra landsmanna.

Sjálfbærni í matvælaframleiðslu: Að hver þjóð verði sér næg í meginatriðum í matvælaframleiðslu.

Jöfnuður:  Að allir hópar samfélagsins séu jafnir.  Þjóðfélag byggi á félagslegum jöfnuði - sama hvar fólk býr á landinu, fatlaðir ekki fatlaðir, konur, karlar, börn, fullorðnir o.s.frv.

Efnahagsmál:  Að sem minnstur fjármála-leki verði úr hagkerfi hverrar þjóðar.  Það er að fjármagn sé í eigu þjóðarinnar en ekki erlendra auðmanna/auðhringja.  Dæmi um afar slæm efnahagsmál er t.d. Afríka og S-Ameríka.  Þar vita allir hvernig stór-fyrirtæki hafa keypt upp land, til þess að rækta í massavís - t.d. banana, kaffi, kakó, korn o.fl.  Þetta þýðir að þeir sem þar búa eru eingöngu verkamenn hjá eigendum, en ekki sjálfbærir bændur.

Skipulagsmál:  Að skipulag íbúðabyggðar sem og atvinnubyggðar miðist við þarfir þeirra einstaklinga sem búa á hverjum stað fyrir sig. 

Menningarmál Að efla menningu hvers staðar fyrir sig, til þess að halda uppi menningarlegri fjölbreytni hvers svæðis fyrir sig.  Dæmi:  Landbúnaðarsvæði:  sjálfbær framleiðsla matvæla sem unnin er heima í héraði, menning hvers svæðis verði efld - landbúnaðarsamfélag, sjávarútvegs-samféla, iðnaðarsamfélag o.fl.

Sjálfbær stefna hefur verið tekin upp á Íslandi af sveitarfélögunum og heitir þá Staðardagskrá 21.  Þau vinna eftir þessum gildum hér á landi og er Ísland í 6. sæti þjóða í heiminum sem best fara eftir þessari stefnu.

Og nú kemur stóra málið:  Ef Íslendingar tækju upp þessa efnahags- og samfélagsstefnu fyrir allt landið og ríkissjóð þá:

Myndum við ekki kaupa ímynd-orðspor þjóðar okkar - heldur fengjum við þá ímynd okkar, orðspor aftur sem við höfum alla tíð átt í alþjóðasamfélaginu.

Rita meir um þetta næstu vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband