Legg til að fólk hætti að lesa blogg þeirra þingmanna sem og frambjóðenda sem ekki bjóða upp á athugasemdir á síðum sínum?

 

Ótrúlegt stórmennskubrjálæði að leyfa ekki athugasemdir inn á bloggsíður sínar.

Hægt er að taka færslur út sem eru með ósæmilegu orðbragði en láta þá vita af því.

Það er lýðræðislegt - annað ekki.

 Finnst eins og sjálfstæðismenn séu ötulastir við að útiloka beinar samræður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Styð þessa tillögu, Alma!- Er raunar hætt að líta á þessar Einræður sem umsjónamenn bloggsins láta í þokkabót gjarna standa í "Umræðu" langtímum saman. Makalaust.

Hlédís, 26.2.2009 kl. 00:36

2 identicon

Af þeirri ástæðu les ég aldrei neitt sem Gísli litli Marteins skrifar   Hann er einn af þessum gungum sem þorir ekki að taka við athugasemdum

G Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flott tillaga. Ég hef lengi farið eftir þessu. B. t.w. Þú ert frábær bloggari!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 00:59

4 Smámynd: TARA

Hjartanlega sammála þér Alma...enda er ég löngu hætt að lesa bloggið þeirra

TARA, 26.2.2009 kl. 01:05

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tek undir það. Er löngu hættur að lesa blogg þeirra sem leyfa ekki athugasemdir. Þeim er í lófa lagið að eyða ummælum eða athugasemdum sem eru dónalegar.

Arinbjörn Kúld, 26.2.2009 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband