27.2.2009 | 14:31
Til hamingju Íslendingar!
Hér er komin kona með góða menntun og ekki síst tengsl við fólkið þar sem hún var skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Aðeins konur í stjórn Nýja Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hulda Dóra er mjög öflug kona og sómi af henni í þessu nýja starfi. Hins vegar hljóta kynjahlutföllin í stjórninni að vekja spurningar. Það er óeðlilegt er stjórn eins af stærstu ríkisfyrirtækjunum er eingöngu skipuð fólki af öðru kyninu. Það er a.m.k. engan veginn í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 27.2.2009 kl. 14:53
Það er reyndar satt hjá þér Sigurður með kynjahlutverkin, Sem kona og móðir segi ég ,,gefum mæðraveldinu" séns á að koma á mannlegri rekstri!!
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 27.2.2009 kl. 14:54
Alma, ertu þá ekki jafnréttissinni eins og við Sigurður?
Björgvin Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 16:33
Jú ég er jafnréttissinni. En það er orðið tímabært eftir ,,karlaveldið" - gráu teinóttu jakkafötin og mokkasínurnar þið munið í öllum stjórnum - að mæður setjist nú og reyni að koma skikki á hlutina.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:51
Alma: þú getur ekki bæði verið jafnréttissinni og viljað að konur stjórni öllu því þá væru ekki bæði kynin jöfn er það? Þú mátt ekki gleyma því að þó að karlmenn hafi verið í meirihluta þá hafa verið þónokkrar konur með í för og ekki er þeirra samviska 100% hrein frekar en karlanna.
Björgvin Gunnarsson, 9.3.2009 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.