Austurvöllur á morgun kl. 15:00 - ,,Frystum eignir útrásarvíkinganna" - Hafið yfir flokkspólitík

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir 27. mótmælafundinum á Austurvelli laugardaginn 28. febrúar n.k. kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar:

1. Frystum eignir “útrásarvíkinganna”
2. Afnemum verðtrygginguna
3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, miðvikudaginn 25. febrúar sl. Tilefni fundarins var að kynna kröfu hreyfingarinnar, um frystingu eigna “útrásarvíkinganna”, fyrir ráðherra.

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið. Ráðherra tók fram að sérstakur saksóknari hefði lagaúrræði til að frysta eignir “útrásarvíkinganna” og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.

Ræður:

• Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri
• Heiða Björk Heiðarsdóttir.

Fundarstjóri: Hörður Torfason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Allt þörf mál að taka upp.

Annars, gott mál að halda útifundunum áfram. Þeir eru góður vettvangur til þess að taka upp, mótmæla eða vekja athygli á vandamálum tengdum þessu kreppuástandi.

Nóg á víst eftir að koma upp. Þetta er líka jákvæð leið í þá átt að gera fólk virkara og meðvitaðara um áhrifamátt sinn í þjóðmálunum.

Hörður rules...

hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: TARA

Heyr,heyr..

TARA, 28.2.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband