Ríkisstjórn VG og Samfylkingar hefur gefið okkur trúna á betra samfélag!

Ríkisstjórn Íslands undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur staðið sig ótrúlega vel.  Þar ræði ég um samstarf við Evu Joily, samstarf við hinar Norðurlandaþjóðirnar við að aflétta leynd af reikningum á Cayman-eyjum, baráttan við að skipta um bankastjórn í Seðlabanka Íslands, mannabreytingar í bönkunum, uppbygging atvinnutækifæra og atvinnusköpunar, samningar við verkalýðshreyfinguna um frestun á launahækkunum, núverandi frumvarp um stjórnarskrárþing og stjórnarskrárbreytingar, frumvarp um aðgerðir til verndar heimilinum o.fl.

Þau hafa unnið vel.  Það verður alltaf ljóst að ekki verða allir ánægðir - en svo augljóslega stuðla þau að meiri jöfnuði en við höfum orðið vitni að síðustu áratugi.

Þá eru þau óhrædd við að leita til sérfræðinga, erlendra sem innlendra og eru tilbúin til að hlusta og ígrunda.

Hafið þakkir fyrir mikla vinnu og vel unnin störf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tek undir það Alma. En ég óttast það að eftir kosningar muni gömlu flokkarnir ná völdum aftur og allt fara í sama farið. Mig grunar líka að í sumar eða haust þá muni þjóðin rísa upp og mótmæla af mun meiri krafti þegar umfang hrunsins skellur á okkur af fullum þunga. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband