Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson segja það nauðsyn að hafa alþingismenn í stjórnum fyrirtækja!

Á Borgarafundi í Iðnó s.l. miðvikudag og á framboðsfundi hjá Illuga Gunnarssyni í húsi Öskju á fimmtudag, lýstu þessir þingmenn því yfir að þeir teldu að alþingismenn ættu að sitja í stjórn fyrirtækja.

Illugi Gunnarsson sagði það nauðsynleg tengsl alþingismanna við atvinnulífið!

Hvað finnst okkur um það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ertu ekki að grínast? Það gæti verið í lagi ef að menn axla þá ábyrgð þegar eitthvað bjátar á - dæmi sjóður 9 hjá Illuga hann hrundi og því ætti Illugi að segja af sér, sjóðurinn er ekkert annað en lítið fyrirtæki sem er að reyna að ávaxta peninga. Segjum svo að Bjarni verði formaður flokksins á hann þá að sitja í stjón N2, vera á þingi og jafnvel ráðherra líka??Hagsmuna hverra á hann að gæta?

Þetta er vandmeðfarið

Gísli Foster Hjartarson, 14.3.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Kjaftæði. Þingmenn eru okkar fulltrúar og eru í fullu starfi sem slíkir. Þeir eiga ekkert með að þvælast í stjórnum fyrirtækja og skapa þannig hættu á hagsmunaárekstrum og spillingu. Gleymum því ekki að þeir misstu allt samband við kjósendur sína - hafi þeir þá nokkrun tíma haft þau í dansinum í kringum gullkálfinn.

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 16:21

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Mér finnst að það eigi að vera í lögum að alþingismenn megi ekki sitja í stjórnum fyrirtækja og vera yfirhöfuð á launaskrá annars staðar en hjá Alþingi. Það mætti ætla að þingmennska væri ekki fullt starf ef það er hægt að vera stjórnarformaður N1 með því.

Á móti ætti svo að tryggja þeim góð laun því að það er nauðsynlegt að þeir séu ekki fjárhagslega háðir aðilum úti í bæ.

Mig minnir annars að opinberir starfsmenn megi ekki vinna neitt annað með, allavega var það þannig þegar ég var hjá TR. Og ekki var ég eins mikilvæg og þingmennirnir okkar.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Stjórnarseta Illuga Gunnarssonar í Sjóði 9 hjá Kaupþing kostaði skattgreiðendur 9 milljarð en það var sú upphæð sem ríkið lagði inn í sjóðinn til að lagfæra alla vitleysuna, sem var gerð í þeim sjóði.  Bjarni Benediktsson hafði þó vit á því að segja af sér sem stjórnarmaður í N1 sem er fjölskyldufyrirtæki Engeyjarættarinnar.  Ef þeir haf lýst þessu yfir á opinberum fundi í Iðnó,þá eiga þeir ekkert erindi á Alþingi.  Annað hvort eru menn þingmenn í fullu starfi eða að þeir eru í viðskiptalífinu.  Það er bara þeirra val, en að vera á báðum stöðum gengur ekki og er hneyksli.

Jakob Falur Kristinsson, 19.3.2009 kl. 15:07

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki best að þér séu í því strafi sem þeir eru ráðni til og vera ekkert að blanda sér í annan rekstur

Jón Snæbjörnsson, 21.3.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband