Símsvörun starfsfólks 112: ,,Líflína Sjálfstæðisflokksins, góðan dag"

,,Neyðarlínan styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund kr., að því er fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar á fjármálum stjórnmálaflokkanna. Að sögn Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, var fyrirtækið hlutafélag á þessum tíma og í eigu margra aðila. Aðrir flokkar hafi ekki sóst eftir styrk."

Skyldu þáverandi hluthafar samþykkt þessa greiðslu?

Af hverju skyldu aðrir flokkar ekki hafa sóst eftir styrk?

Skyldi þeim yfir-höfuð hafa dottið það í hug?

Mun Sjálfstæðisflokkurinn sækja um  kosningastyrk til Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands, Rauða Krossins og ekki síst til barna sem eiga safnbauka?

 Hversu lágt er hægt að leggjast?


mbl.is Enginn sóttist eftir styrk nema Sjálfstæðisflokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Hve margir bitlingaþegar í stjórnunastöðum ætli greiði Flokknum verndar-gjöldin úr sjóðum sem trúað er fyrir?

Hlédís, 22.3.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband