23.3.2009 | 23:23
Forkastanleg þöggun hjá Kastljósi!!! - Sveiattan Þórhallur Gunnarsson
Það var með ólíkindum að horfa á Kastljós-þátt kvöldsins!
Eyddu löngum tíma í þátt um bátasmið - sem í sjálfu sér var ágætasta efni - en í dag kom undir manna hendur skýrsla sem hafði verið leyniplagg í Seðlabankanum, þar sem fram kemur að strax í febrúar var fyrrverandi, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra ljóst í hvað stefndi og geta því ekki lengur látið eins og þetta hafi borið skyndilega að!
Ég segi sveiattan við þessari þjónkun þeirra gagnvart Sjálfstæðisflokki!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er jú ótrúlegt - því ekki voru Icesafe leynimál! Geir Hilmar Haarde er þjóðníðingur því hann sagði í viðtali í dag að of seint hefði verið að bregðast við - því setti hann þá ekki stopp á vini sína í Landsbankanum sem voru að markaðssetja og ná inn kúnnum á Icesafe í Belgíu, Holllandi og Þýskalandi, fyrir utan innistæður Breta þar. Því færði hann þá ekki Icesafe reikningana yfir í Landsbanka sem skráður væri í Englandi?
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:43
Já, nú er fréttastofan aftur dottin niður í gagnrýnislausa gírinn og Geir komst upp með tómt þvaður! Of seint að gera nokkuð því ekki var lengur hægt að selja eignir? Málið var að þeir þorðu ekki að rugga bátnum, ekki tala upphátt svo allt yrði ekki vitlaust og bankarnir færu um koll!!! Það er skömm að því að þetta skyldi ekki vera rætt í Kastljósinu.
Þorgrímur Gestsson, 23.3.2009 kl. 23:48
Sammála þér Alma, þessi þáttur var með hreinum endemum!
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:48
maður skyldi ætla að þessi "mjög svo"sérstaki saksóknari gæti kannski nýtt eitthvað úr þessari skýrslu,svona í startið hjá sér,af hverju ekki var farið í einhverjar aðgerðir til að bjarga því sem bjarga hefði mátt í stað þess að forsætis og utanríkisráðherrar færu í eitthað PR dæmi fyrir bankana erlendis og blessuðu svo ICESAVE áður en sú svikamilla réðst til inngöngu í Þýskalandi og Hollandi.
zappa (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 23:49
Kastljós virðist, því miður, ekki líta á það sem hlutverk sitt að skýra fréttir dagsins.
Ég hef marg fyrirgefið þeim léttmetis loka atriðiðin og fáránlega illa undirbúin og léleg viðtöl við ráðamenn um alvarleg málefni en í dag fékk ég nóg.
Ég ásaka þá ekki um græsku eða pólitíska hlutdrægni en þeir brugðust mínum væntingum algjörlega í kvöld með því að nefna ekki aðal frétt dagsins einu orði. Gátu þeir kannski ekki fengið neinn til að mæta í viðtal? Geta þeir ekki fjallað um fréttatengt efni nema þeir fái einhvern í viðtal? Vissu þeir kannski ekki einu sinni hvað var á dagskrá í fréttunum?
Mér þætti fróðlegt að heyra hvaða hlutverki Kastljós þáttinum er ætlað innan Ríkisútvarpsins og hvernig stjórnendur þáttarins "axla ábyrgð" sína. Kannski væri líka fróðlegt að fá upplýsingar um viðhorf neytenda þáttarins.
Agla (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.