Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.1.2009 | 00:06
Búið að dæma Illuga Gunnarsson, sem stjórnarmann í Glitni fyrir að mismuna hluthöfum! Mega alþingismenn bera slíkan dóm!
Vilhjálmur Bjarnason vann í dag í Héraðsdómi Rvk., mál sitt gegn stjórn Glitnis.
Þar með er búið að viðurkenna sök stjórnar Glitnis og þar með Illuga Gunnarssonar!
Er forsvaranlegt að hafa slíkan mann á Alþingi?
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 23:56
Sá sem dæmdur hefur verið fyrir ritstuld af Nóbelsverðlaunahafa situr í stjórn Seðlabanka Íslands! Í hvers umboði?
Er hægt að leggjast lægra en að stela hugverki-höfundarrétti af Nóbelsverðlaunaskáldi?
Er ekki eitthvað skrýtið við það að sá maður skuli bæði talinn hæfur til að gegna stöðu við HÍ, sem og talinn hæfur til að sitja í stjórn Seðlabanka Íslands.
Þjófurinn sá heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson - og hann var dæmdur fyrir það brot!
Gísli Marteinn - þú hefur áhyggjur af því að mótmæli á Íslandi komi til með að bitna mjög á ferðaþjónustu á Íslandi! (Sjá vísi.is í dag) !!!!!!!!!!!
Satt best að segja ætla ég að fræða þig um ákveðna hluti varðandi ferðaþjónustu á Íslandi.
Því hefur verið haldið fram að fall íslensku krónunnar ætti að koma útflutningsgreinum hér á landi til bóta. Það gerir það varðandi sjávarútveginn ef ,,fólk" og þjóðir hafa efni á að kaupa fiskinn okkar. Eins og staðan er í dag þá eru allar frystigeymslur fullar af fiski. Álverð er í sögulegu lágmarki!
Varðandi ferðaþjónustu þá vil ég segja þér eftirfarandi: Markaðssetning Íslands hefur að mestu leyti átt sér stað í eftirfarandi löndum: BNA, Bretlandi, Frakklandi, Norðurlöndunum, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu sem og niðurlöndunum.
Þar sem þú byrð nú um stundir á meðal engil-zaxa hlýtur þér að vera ljóst að sú þjóð stendur frammi fyrir gífurlegum efnahagsörðugleikum. Þá spyr ég þig - áttu von á því að það verði mikil aðsókn Breta í ferðum til Íslands, nú í þessum efnahagsþrengingum? Þeir sem á annað borð ferðast eru líklegir til þess að eyða fríum sínum í löndum, sem er ódýrara að ferðast til og lifa.
Þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar sé hagstætt fyrir margan ferðamanninn, þá hefur allur kostnaður hér heima stóraukist, matvælaverð - orkuverð - verð á þjónustu, gistingu o.fl.
Áður en þú ,,borgarfulltruinn" heldur svo alvarlegu máli fram, kynntu þér þá málin ofan í kjölin.
Íslendingar hafa markaðsett land sitt mest-megnis í þeim löndum, þar sem verulega kreppir að í efnahagsmálum.
23.1.2009 | 14:06
Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún góðan bata! En eigið þið fyrir læknisþjónustu og lyfjum?
Um leið og ég samhryggist ykkur vegna heilsubrests, óska ég ykkur góðs bata. Sjálf hef ég greinst með erfiðan sjúkdóm sem hefur komið í veg fyrir að ég geti unnið fyrir mér og mínum.
Ég óska þess að þið munuð eiga fyrir læknisþjónustu og lyfjum! Það á ég ekki, ásamt þúsundum manna sem eru í sömu stöðu.
Ég hins vegar stend á Austurvelli og mótmæli stjórnvaldi ykkar, þar sem ég hef ekkert unnið til saka til þess að vera í þessari stöðu.
23.1.2009 | 00:34
......... og bara Bjössi á mjólkurbílnum?
Er það niðurstaðan í dag?
22.1.2009 | 15:28
Er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að kæfa eigið barn?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var einn af stofnendum Samfylkingar!
Er hún að kæfa eigið barn? Fylgi við Samfylkingu hrynur!
22.1.2009 | 15:02
Mætum öll á Austurvöll núna - til friðsamlegra mótmæla!!!
Látum ekki óeirðaseggi skemma fyrir okkur baráttuna!
21.1.2009 | 10:46
Heyrir Guð ekki til Geirs Haarde?
Í sérstakri útsendingu frá ávarpi forsætisráðherra, Geirs Haarde, skömmu eftir fall bankanna, bað hann þjóðinni Guðs blessunar!
Ætli Guð hafi aldrei bænheyrt hann!
21.1.2009 | 09:55
Halló! Hversu margir skyldu hafa slett súrmjólk af þeim þúsundum manna sem saman komu til mótmæla í gær?
Nú erum við með fulltyngi fjölmiðlanna að færa athygli yfir á mótmælendur í stað þess að einblína á vanda, gígantískan vanda, algeran siðferðisbrest og mesta arðrán Íslandssögunnar!
19.1.2009 | 01:10
Stattu með sjálfum þér! Ef þú ert ekki sátt/ur við ástandið mættu þá á Austurvöll á þriðjudag kl. 13:00
Í öllum þeim vanmætti sem þjóðin stendur frammi fyrir, er svo ótrúlega góð góð og sterk tilfinning að standa með sjálfum sér. Hvar get ég virkilega staðið með sjálfri mér og mínum?
Jú ég hef mætt á friðsæl mótmæli sjálfrar mín vegna. Ég gæti aldrei setið heima jafn óánægð og ég er með ástand mála.
Þess vegna mun ég mæta á Austurvöll n.k. þriðjudag kl. 13:00 með kakó á brúsa, smurðar samlokur, pottlok til þess að gera eins mikinn hávaða og mér er unnt - og ekki síst eyrnatappa í eyru til að ærast ekki.
Það gefur mér svo mikinn styrk að standa með sjálfri mér.