Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.1.2009 | 14:35
Hver situr nú í sæti sínu og horfir yfir sviðna jörð?
Geðlæknisfræðin fjallar mikið um ,,persónuleikaraskanir". Þær heita m.a. anti-social personality, narciccus personality og borderline personality.
Narciccus lét lífið vegna sjálfsdýrkunar og aðdáunar á sjálfum sér. Þar er persónuleikinn gjörsamlega fastur í sjálfum sér, vegna eigin verðleika að hans mati sem veldur sjálfsdýrkun á hæsta stigi.
Getur verið að íslenska þjóðin hafi lent í of miklu návígi við sjálfan Narciccus?
Borderline-personality kann illa að taka mótlæti. Sú leið sem einstaklingur með þá persónuleikaröskun fer m.a. er að læðast aftan að öðrum, en notar aðra til þess, sér til réttlætingar eða staðfestingar.
Það er staðreynd að í kringum borderline-persónuleika fer alltaf allt í bál og brand og eitt aðal einkenni þess að einhvers staðar í hópi sé staddur slíkur einstaklingur er að allt í einu er hópurinn ,,splittaður" upp í tvær fylkingar - með eða á móti - svart eða hvítt og þegar öllu er á botninn hvolft veit eiginlega enginn af hverju hópurinn er splittaður.
Sá sem splittað hefur ber sjaldnast nokkra sök, þótt viðkomandi hafi með rógburði á milli manna, komið hópnum í 2 eða fleiri herdeildir!
Þessi einstaklingur situr síðan uppi og ,,bara veit ekki meir um málið"
Ef við heimfærum þetta upp á íslenska þjóð þá spyr ég ,,hver er það sem situr, þrátt fyrir mótmæli, þrátt fyrir algert fylgishrun ríkisstjórnar, þrátt fyrir slit á stjórnarsamstarfi?
Hver situr nú og horfir yfir sviðna jörð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 12:59
Loksins, loksins - tekið á vinnubrögðum Baugsfyrirtækja!
Tveimur vikið úr stjórn Tals
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að fulltrúar Teymis í stjórn Tals víki þegar í stað. Í staðinn verða tveir óháðir fulltrúar skipaðir í stjórnina af Samkeppniseftirlitinu. Þá eru nokkur ákvæði í samningi um aðgang Tals að farsímakerfi Vodafone dæmd ógild. Ákvörðunin gildir þar til í byrjun september. Hallgrímur Indriðason.
Síminn sendi erindi til Samkeppniseftirlitsins fimmta janúar þar sem fyrirtækið taldi samning um aðgengi Tals að farsímakerfi Vodafone ólöglegan. Vodafone er í eigu Teymis, sem einnig á tvo fulltrúa í stjórn Tals.
Forstjóri Tals hafði skömmu áður gert samning við Símann um aðgengi að þeirra farsímakerfi en fulltrúar Teymis í stjórn Tals töldu þann samning brot á samningi sem væri í gildi milli Tals og Vodafone.
Samkvæmt þeim samningi mátti Tal ekki ganga til samninga við annað símafyrirtæki meðan samningurinn við Vodafone tæki gildi auk þess sem Vodafone hafði rétt til að yfirtaka viðskiptasamninga Tals ef samningnum yrði rift eða sagt upp. Tveimur dögum eftir að erindi Símans barst gerði Samkeppniseftirlitið húsleit í höfuðstöðvum Teymis, Vodafone og Tals.
Samkeppniseftirlitið telur að samningurinn milli Tals og Vodafone hafi verið brot á þeim skilyrðum sem eftirlitið setti þegar net- og símafyrirtækin Hive og Sko voru sameinuð og Tal var stofnað. Skilyrðin voru meðal annars að full og óskorðuð samkeppni ríkti milli Tals og Vodafone. Fyrirtækin hafi hins vegar ákveðið sín á milli að Tal einbeitt sér frekar að yngri aldurshópum. Þá hafi samningurinn ekki verið borinn undir samkeppniseftirlitið.
Ákvörðunin felur í sér að fulltrúar Teymis í stjórn Tals, Þórdís Sigurðardóttir og Ólafur Þór Jóhannesson, víki úr stjórn Tals. Í staðinn skipar Samkeppniseftirlitið tvo óháða fulltrúa í stjórnina. Þá eru ákvæði í samningi Tals og Vodafone um yfirtöku viðskiptasamninga ef til uppsagnar kemur og bann við að semja við önnur símafyrirtæki felld úr gildi. Ákvörðunin gildir til 1. september.
26.1.2009 | 21:14
Splitter stjórnar atburðarás á bak við tjöldin - etur öllu saman. Hver skyldi splitterinn vera?
Geðlæknisfræðin fjallar mikið um ,,persónuleikaraskanir". Þær heita m.a. anti-social personality, narciccus personality og borderline personality.
Narciccus lét lífið vegna sjálfsdýrkunar og aðdáunar á sjálfum sér. Þar er persónuleikinn gjörsamlega fastur í sjálfum sér, vegna eigin verðleika sem veldur sjálfsdýrkun á hæsta stigi.
Getur verið að íslenska þjóðin hafi lent í of miklu návígi við sjálfan Narciccus?
Borderline-personality kann illa að taka mótlæti. Sú leið sem einstaklingur með þá persónuleikaröskun fer m.a. er að læðast aftan að öðrum, en notar aðra til þess, sér til réttlætingar eða staðfestingar.
Það er staðreynd að í kringum borderline-persónuleika fer alltaf allt í bál og brand og eitt aðal einkenni þess að einhvers staðar í hópi sé staddur slíkur einstaklingur er að allt í einu er hópurinn ,,splittaður" upp í tvær fylkingar - með eða á móti - svart eða hvítt og þegar öllu er á botninn hvolft veit eiginlega enginn af hverju hópurinn er splittaður.
Sá sem splittað hefur ber sjaldnast nokkra sök, þótt viðkomandi hafi með rógburði á milli manna, komið hópnum í 2 eða fleiri herdeildir!
Þessi einstaklingur situr síðan uppi og ,,bara veit ekki meir um málið"
Ef við heimfærum þetta upp á íslenska þjóð þá spyr ég ,,hver er það sem situr, þrátt fyrir mótmæli, þrátt fyrir algert fylgishrun ríkisstjórnar, þrátt fyrir slit á stjórnarsamstarfi?
Hver situr nú og horfir yfir sviðna jörð?
26.1.2009 | 17:31
..... og íslensk jörð skelfur sem aldrei fyrr! - sjá vedur.is
Í því pólitíska umróti sem átt hefur sér stað, hef ég einnig fylgst með jarðskjálftakorti síðustu dægur.
Í öllu falli er þar um titring að ræða.
Vona að jarðskorpan verði okkur hliðhollari en ,,öll velferð síðustu ára" - Það er búið að rúa þessa þjóð svo inn að skinni, síðustu árin, að við gætum vart borið tjón af völdum náttúrunnar nú.
26.1.2009 | 14:51
Er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verðug í embætti forsætisráðherra? Hvað með aðkomu hennar að innherjaviðskiptum varðandi Kaupþing?
Væri það ekki hámarkið á þeirri siðspillingu sem viðgengist hefur undanfarin ár, að ætla Þorgerði Katrínu að leiða björgunaraðgerðir?
Hún og eiginmaður hennar voru með a.m.k. 500 milljónir í Kaupþingi sem þau færðu yfir á ,,félag" í eigu hennar og eiginmanns hennar, eftir að ríkisstjórn hafði verið vöruð við efnahagshruni þjóðarinnar.
Hvernig skyldi félag þeirra eða fyrirtæki standa?
Gjaldþrota?
Ef svo á hverjum lendir það að greiða þær 500 milljónir sem þau svo hæglátlega færðu á milli fyrirtækja?
Peningarnir eru farnir út úr kerfi okkar - þannig að einhver þarf að greiða þá.
26.1.2009 | 01:52
Jón Hreggviðsson og snærisspottinn .......
.... hann hjó Íslandsklukkuna ekki niður orðalaust! En þau orð sem hann lét falla, féllu kóngsins befalingsmönnum ekki í geð. Jón hlaut fyrir þau orð sín harða refsingu.
Það eina sem hann átti var orðið og það notaði hann!
Jón Hreggviðsson á að vera okkur til fyrirmyndar - við eigum orðið og eigum að nota það.
Tjáningarfrelsið lifi!
Ég ætla að nota mitt orð á Austurvelli á meðan ég á erindi þar en orð mín eru:
Seðlabankastjórn og ríkisstjórn burt!!!!
Sá maður sem stal hugverki Nóbelsverðlaunaskálds okkar sem skrifaði m.a. Íslandsklukkuna - situr í stjórn Seðlabanka Íslands og heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Þrátt fyrir dóm á hugverkaþjófnaði sinnir hann enn kennslu við Háskóla Íslands!
25.1.2009 | 14:33
Nú þarf að hamra járnið...... Á Austurvöll núna!!!!!!
Eigum við að láta það yfir okkur ganga að á meðan þjóðinni blæðir út, fari kraftur forsætisráðherra og samráðherra hans í það að verja setu Seðlabankastjóra og stjórnar, sem hafa vegna óhæfni att þátt í þessu hruni?
Ég segi nei - allir niður á Austurvöll
Ræða Guðmundar Andra á Austurvelli
Ræða Guðmundar Andra Thorssonar á Austurvelli í dag:
Við komum úr ólíkum áttum þjóðlífsins og eigum kannski ekki margt sameiginlegt og þurfum ekkert að eiga það en við sameinumst í takti. Við sameinumst í tilfinningu. Við sameinumst í æðaslætti. Við erum stödd hér á guði og gaddinum - atvinnulaust fólk sem veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, háskólafólk sem horfir á grundvöll allra gilda gliðna, iðnaðarmenn sem fá ekki notið sinna handa, anarkistar, sósíalistar, markaðshyggjumenn, listamenn og vörubílstjórar, sjómenn, læknar, blaðamenn og kennarar, bálreiðar ömmur og hugstola afar, krakkar, mömmur, pabbar fólk fólk þar sem hver og einn kemur úr sinni átt þjóðlífsins og finnur hjarta sitt slá um stund hér á guði og gaddinum í takti við hjörtu samborgaranna í æðaslætti þúsundanna. Við erum þjóðin. Og við finnum til með ráðherrunum sem ganga í gegnum þrautir í lífi sínu, kvöl þeirra snertir okkur og við óskum þess að þeir beri gæfu til þess að sleppa takinu á valdataumunum. Við sendum þeim góða strauma og góðar óskir um góðan bata og óskum þess af öllu hjarta að þau átti sig á því að nú þurfa aðrir að stjórna landinu.
Við sameinumst í takti í búsáhaldabúgganum sem er einfaldur og margslunginn í senn. Það var hér á Austurvelli sem þjóðin fann taktinn. Og takturinn kom úr eldhúsunum, eins og allt sem er gott og nærandi og grundvallandi. Þegar allt var komið í hönk gáði fólkið í eldhússkápana til að sjá hvað væri nú eiginlega til og töfraði fram þennan takt út úr pottum sínum og pönnum. Hann er fjölbreyttur og tjáningarríkur hann tjáir flóknar tilfinningar sem flæða um okkur í þesssari martröð.
Hann tjáir fyrirlitningu okkar á þeim sem í því ofdrambi sem bara þekkingarleysið og heimskan geta skapað með samstilltu átaki hjá þeim sem fóru um Evrópu á einhvers konar blindafylleríi með okkar góða nafn og drógu það í svaðið með kaupæði á rekstri sem þeir höfðu ekki hundsvit á svo að nafn Íslands er nú tengt við græðgi og hálfvitagang og viðvaningslega glæpi.
Þessi taktur tjáir reiði okkar í garð þeirra stjórnvalda sem stóðu eins og stoltir foreldrar og fylgdust með þessu smánarlega fjöreggjakasti og neituðu að grípa inn í út af löngu afsönnuðum hagfræðikreddum um að réttlætið sé alltaf rangt, og ranglætið sé alltaf rétt.
Þessi taktur tjáir sorg okkar yfir áföllunum sem dynja yfir heimilin, samlíðan okkar og löngun til að takast í hendur hér á guði og gaddinum, hjálpast að, taka til, henda út drasli, rækta, byggja upp.
Því þessi taktur sem verður til þegar lamið er í potta og pönnur með sleifum og skeiðum tjáir ekki bara reiði okkar, örvæntingu og sorg, og hrópið Vanhæf ríkisstjórn! tjáir ekki bara niðurrif og andstyggð yfir því ábyrgðarleysi taktlausra valdhafa að sitja og sitja og sitja - og láta sitja og sitja og sitja þá sem ekki gátu og ekki kunnu og ekki geta og ekki kunna og munu ekki geta og munu ekki kunna í þessum takti og í þessu hrópi er ekki bara reiði, örvænting, beiskja og sorg heldur hvatning. Þar er er ekki bara nei heldur líka já. Þar er ekki bara höfnun heldur líka von.
Lengi höfum við skimað eftir andlitum hrunsins. Við höfum horft á vanhæfa ríkisstjórn sem nú er senn á förum. Við höfum horft á Seðlabankann þar sem enn situr... og situr... og situr... og situr sjálfur höfundur íslenska efnhagsundurins og glundursins, Davíð Oddsson og hefur sér til fulltingis og eftirlits bankaráð þar sem situr sjálfur talsmaður íslenska efnahagsundursins, sjálfur grillpinni íslensku útrásarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Við höfum reynt að horfa á Fjármálaeftirlitið en komum aldrei auga á það. Við höfum horft á hina svokölluðu auðmenn sem á daginn kom að áttu aldrei rassgat heldur smugu um innviði íslensks samfélags eins og veggjatítlur og átu þá.
Gagntekin og hálflömuð höfum við mænt á ásjónur valdsins og vanhæfninnar og enn um hríð munum við þurfa að horfa á sum þeirra sem neita að standa upp og greiða þannig fyrir endurreisn Íslands. En aðeins um hríð. Við erum ekki bara þessir fáu einstaklingar sem halda dauðahaldi í sína stóla. Það eru hérna þrjú hundruð þúsund manns! Landið er fagurt og frítt og gjöfult og við rétt að fara að læra á það. Við eigum fullt af auðlindum og hugviti, eitthvað svolítið af menningarverðmætum sem enn hafa ekki verið étin upp af veggjatítlum auðvaldsins... við eigum menntun, áræði, sköpunarkraft og hvert annað. Þegar ásjónur hrunsins hafa farið sinn óhjákvæmilega veg, vonandi fyrr en síðar, þá þurfum við að beina sjónum okkar að því að finna andlit vonarinnar. Þau andlit finnum við með því að horfast í augu við okkur sjálf, horfa hvert á annað hlusta á taktinn, renna inn í tilfinninguna, skynja æðasláttinn og orku þúsundanna, við erum þjóðin við erum vonin.
25.1.2009 | 00:55
Hvar er æðsti glæpastrumpurinn Kjartan Gunnarsson ?
Kjartan Gunnarsson var um áratugaskeið framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins þar til fyrir ca. tveimur árum - Hann var stjórnarformaður gamla Landsbanka - yfirlýstur persónulegur vinur Davíðs Oddssonar,
Stjórnaði starfi Sjálfstæðisflokksins, þar til hann hafði ekki tíma í það lengur fyrir 2 árum, en þá einhenti hann sér algerlega í að auka og stækka Landsbankann! Að vinna að meiri hagnaði fyrir hluthafana vini síni þar!
Hversu mikið tjón hefur þessi glæpamaður unnið á hinni íslensku þjóð?
Stjórn Glitnis var í dag dæmd fyrir að mismuna hluthöfum (mál Vilhjálms Bjarnasonar)
Illugi Gunnarsson var ekki í stjórn Glitnis heldur í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni!!!!!
Það hefur áreiðanlega allt verið löglegt þar?