Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.1.2009 | 16:57
Íslenskar konur eru slæmar mæður ......
Er til sterkara afl en móðureðlið?
Eru til sterkari tilfinningar en það að verða foreldri?
Hvaða tilfinningu upplifir hver og einn þegar hann heldur á hvítvoðungi sínum? Gæti það verið ótrúlega sterk verndartilfinning?
Ef svo - hvernig geta þá konur margar hverjar, sagt móður, atvinnulausa móður, sem lýsti veruleika sínum á friðsömum mótmælafundi s.l. laugardag, vera málefnalausa Vinstri-græna herfu?
Sú kona talar fyrir munn margra mæðra á Íslandi.
Ekki aðeins þeirra atvinnulausu, heldur þeirra ótalmörgu mæðra sem af fullri virðingu, hafa stundað störf t.d. í umönnun barna okkar á leikskólum, skólum, hjúkrunarstofnunum og víðar - á kjörum sem ekki töldust né teljast enn mannsæmandi kjör.
Hvernig líður móður sem þarf að velja á milli þess að kaupa hlýja skó á barn sitt eða að fara með það til tannlæknis?
Hvernig líður móður móður sem þarf að velja á milli máltíðar til barna sinna, eða þess að sækja læknishjálp t.d. á Slysadeild - en nú um áramót var tekin upp gjaldtaka vegna veikra barna?
Hvernig líður móður sem býr á leigumarkaði og sér fram á að eiga ekki fyrir leigu sinni? Stjórnvöld hafa ekki gert neinar ráðstafanir í íbúðamálum leigenda.
Hvernig líður móður sem hefur tekjur undir 200.000 krónum á mánuði, hefur alla tíð greitt sína skatta og skyldur til keisarans -
Hvernig líður þessari móður þegar hún stendur upp og reynir að berjast fyrir hag barna sinna, sem ekkert hafa tilunnið til að vera í þessar stöðu?
Hvernig líður þessari móður þegar aðrar konur (Ófáar hér á netheimum), kalla hana ómálefnalega Vinstri-græna herfu.
Hvernig líður þessari móður þegar hún eðlilega kallar til aðrar mæður, sér til stuðnings - en fær engin svör.
Konur og mæður á Íslandi -skiptir það kannski engu máli á meðan okkar eigin börn þurfa ekki að mæta slíku?
Ef svo þá eru við orðnar slæmar og skilningsvana mæður!
18.1.2009 | 15:00
Ef maður fer aldrei að heiman..........
Ef maður lyftir aldrei höfðu til þess að líta í kringum sig, hefur maður ekki hugmynd um hvað er að gerast.
Er þetta ekki einmitt syndrom núverandi og þáverandi ríkisstjórnar?
Ef svo er - hafði Páll þá yfirleitt nokkuð í þetta embætti að gera?
Hvað segir Björn Ingi Hrafnsson nú??????????????
hver verða örlög hins svokallaða S-hóps!!!!!!
Veldi Halldórs Ásgrímssonar er fallið - Guði sé lof!
Páll: Niðurstaðan kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 22:41
Sunnudagskvöld með Evu Maríu, Eurovision með Evu Maríu, Spurningakeppni framhaldsskólanna með Evu Maríu og þulur dagsins er Eva María
Er nú ástandið svo slæmt að ekki megi hafa ögn meiri fjölbreytni?
Skyldu fyrirfinnast einhverjir þeir aðilar á Íslandi, sem hugsast gæti að leystu þessi
verk jafn vel af og hugsanlega bara kannski betur.
Eva María er ágætis fjölmiðlamaður - en það þýðir ekki að maður þurfi
að hlusta á hana í öllu íslensku efni RÚV, bæði útvarps og sjónvarps.
17.1.2009 | 01:49
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi, Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi - öll mannúðarsamtök
17.1.2009 | 01:48
Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Dagur B. Eggertsson öll mannúðarsamtök
17.1.2009 | 01:47
Mannúðarsamtökin Kristján Möller, samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, alþingismaður og ....
17.1.2009 | 01:46
Össur Skarphéðinsson felur styrki á bak við mannúðarsamtök!
nafn mannúarsamtaka: Félag áhugamanna um framboð Össurar
kt.: 520199-2099
Enginn forsvarsmaður
Mannlíf náði ekki í Össur - Mannlíf 22.05.2008
17.1.2009 | 01:43
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir felur styrki á bak við mannúðarsamtök
nafn mannúðarfélags: ÞKG stuðningsmannafélag
kt.: 471106-0380
Forsvarsmaður: Enginn skráður
Staðfesti fyrirspurn Mannlífs 22.05.2008
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 01:41
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir felur styrki á bak við mannúðarsamtök
Nafn mannúðarsamtaka: Sólrún 2005
kt.: 510205-0300
Forsvarsmaður: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Mannlíf náði ekki í Ingibjörgu vegna máls - Mannlíf 22.05.2008
17.1.2009 | 01:38
Illugi Gunnarsson felur styrki á bak við mannúðarsamtök
nafn mannúðarsamtaka: Félag stuðningsmanna IG
kt.: 610906-0950
Forsvarsmaður - Óttar Guðjónsson
IG staðfesti við Mannlíf 22.05.2008