Kvótaeign sem veð fyrir lánafyrirgreiðslu Byggðastofnunar! Margra ára vandi!!!!

Fróðlegt erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar.

Byggðastofnun hefur verið algerlega lömuð um margra ára bil.  Í samræmi við nýtt eignarhald á bönkunum ákváðu stjórnvöld þá, fyrir all-nokkrum árum síðan að bankarnir myndu standa að uppbyggingu atvinnuveganna!

Ég er ein af þeim sem hef staðið fyrir atvinnusköpun úti á landsbyggðinni - en þar er um afar sjálfbæra þjónustu að ræða.  Ferðaþjónusta fyrir fullorðið fatlað og er mannaflsfrek þjónusta.  Slík ferðaþjónustu var ekki endilega ætlað að reka með 20% arðsemi - heldur á sjálfbæran hátt.

Þess vegna átti slík atvinnuhugmynd aldrei upp á boðið hjá bönkunum.

En stjórnmálamenn höfðu lamað Byggðastofnun fyrir nokkrum árum síðan.


mbl.is Gripið í tómt hjá Byggðastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja hf, vandaði ekki Byggðastofnun kveðjunar þegar honum tókst ekki að kúga út úr þeim lán fyrir fiskeldið "sitt".

Ég veit ekki betur en hann hafi gert allt til að fá stofnunina lagða niður og tíðkaði  til þess kunna aðferðafræði sem aðalega helgast af rottugangi og hroðalegu orðbragði.

Honum tókst líka að ræna Fiskveiðisjóði með fulltingi Kristjáns Ragnarssonar sem að endingu var lagður niður með þeim afleiðingum að áratuga sparifé íslenzks sjávarútvegs var brent á Glitnisbálinu eins og hverju öðru rusli.

Níels A. Ársælsson., 19.2.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þú dreifbýlistútta! Útskýrðu aðeins nánar. Viltu að Byggðastofnun taki veð í kvóta? Viltu að bankarnir taki veð í kvóta? Hvað viltu að gert sé til að starfsemi sem þú lýsir sé skoðuð af lánastofnun?

Þórbergur Torfason, 20.2.2009 kl. 00:09

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Framsal veiðiheimilda, veðsetning kvóta og jafnvel það að hann erfist manna á milli, var dæmt mannréttindabrot gagnvart Íslendingum.

Þórbergur ég er alfarið á móti framsali á veiðiheimildum og þess heldur veðsetningu náttúru-auðlindanna og á það ekkert skylt við fiskveiðikvóta - en þar er eingöngu um stýringu á magni og veiðisvæðum að ræða.

Það sem ég var að segja er að einu veðin sem Byggðastofnun tekur gild í dag eru veð í aflaheimildum.

Það þýðir að allir þeir sem vilja stuðla að atvinnusköpun og byggja upp starfsemi, en ekki eiga fiskveiðikvóta til veðsetningar - geta ekki fengið lánafyrirgreiðslu hjá Byggðastofnun.

Stjórnvöld komu því svo fyrir á árum áður að í stað þess að Byggðastofnun sæi um lán til atvinnu-uppbyggingará landsbyggðinni, þá voru þau mál færð yfir til bankanna að mestu leyti.

Staða Byggðastofnunar í dag er afar sérkennileg - þar vinnur fjöldi fólks en ekkert fjármagn og engin lánafyrirgreiðsla þaðan.  Það þyrfti að efla Byggðastofnun og mætti gjarnan um leið skipa nýja ópólitíska stjórn.

Stöðu íslenska bankakerfisins þarf heldur ekki að ræða hér.

Svo ég segi hvernig á nýsköpun að geta átt sér stað.

En Níels ég man eftir Fiskveiðisjóði en var aldrei með á hreinu hlutverk hans.  Hvers konar sjóður var það.

Kannski eitthvað svipaður og Framleiðnisjóður Landbúnaðarins?  Var sá sjóður ekki einnig færður til bankanna?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 20.2.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband