Guðlaugur Þór var í lagi að einn sérfræðingur á stofu úti í bæ, afgreiddi 54 sjúklinga á dag?

 

Þeirri staðreynd verður aldrei breytt, sama hversu þvargað er á Alþingi að það var í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks sem einkarekstur á stofum úti í bæ var innleiddur!

Á síðasta ári voru birtar fréttir af því að háls-nef og eyrnalæknirinn Einar Thoroddsen afgreiði suma dagana allt að 54 sjúklinga.  Fyrir það fær hann fullar greiðslur frá TR og sjúklingum.

Hversu há skyldu dagslaun vera þar?

Hversu góða þjónustu skyldi hver sjúklingur hafa fengið?

Hversu mikinn tíma fær hver sjúklingur?

Og hverra var breytingin á heilbrigðisþjónustunni?


mbl.is Guðlaugur vildi ekki ofurlaun lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Sé hvert viðvik metið og greitt sem 20 mínútna vinna  sem mig minnir sé stysta viðmið í samningum- skilar umræddur læknir tæplega 18 stunda vinnu á slíkum stofudegi. Sé tíminn korter þá fer tímafjöldinn niður í 13,5.  Er Húsið opið svona lengi:  frá kl 06:00 - 24:00 eða 08:00-21:30? Fróðlegt væri að vita hve miklu aðrir sérfræðingar "skvera af" á stofum. Dettur mér í hug einn HNE-dugnaðarforkur með upphafstafina HH. Forvitin um fleiri - ekki að ástæðulausu.

Hlédís, 21.2.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband