Við krefjumst þess að fréttastofa Sjónvarps fylgi eftir Silfri Egils úr þætti dagsins í dag!

Fréttastofa Sjónvarps og fréttaskýringarþáttur hennar hefur staðið sig með ólíkindum illa síðustu vikur, eins og þeir stóðu sig vel fyrstu vikur eftir hrun.

Í dag voru mjög merkileg viðtöl við Michael Hudson og John Perkins.  Kæru sambloggarar og aðrir sem lesa þessa grein - endilega sendum áskorun til Kastljóss og umsjónarmanna Kosningasjónvarps um að fá alla leiðtoga stjórnmálaflokkanna til þess að svara rökfærslum þessara manna.

Áskorun gæti hljómað einhvern veginn svona eða tillögur:  Undirrituð/ritaður skorar á starfsmenn Fréttastofu, Kastljóss og forsvarsmenn Kosningasjónvarps að fá forystumenn íslenskra stjórnmálaflokka til þess að bregðast við orðum þeirra Michaels Hudsons og John Perkins. sem komu fram í Silfri Egils í dag, 5. apríl.

Slóðin er :  kastljos@ruv.is

Þei sem finnst þetta verðugt málefni vinsamlegast verðið við þessari áskorun - íslenska þjóðin er að láta vaða yfir sig á skítugum skónum án þess að nenna að hugleiða þessa hluti - eina ferðina enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Alma Jenny !

Þakka þér; hvatningu brýna, sem oftar.

Kom inn á; þann óskapnað, sem við eigum við að etja, á minni síðu, fyrir stundu - frá innstu dölum, til útnesja, Alma Jenny.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hélt nú að það lægi fyrir að við borgum ekki nema hluta af þessum skuldum. Var ekki talað um að gömlu bankarnri hefðu skuldað um 14 þúsund milljarða en við tökum aðeins um 3 þúsundmilljarða yfir í nýju bankana. Það er að minnstakosti stefnt að því.

Síðan eru það Jöklabréfin sem við erum búin að festa hér í gjaldeyrishöftum um leið og við erum að bjóða krófuhöfum um að selja okkur þau með afslætti.

Er ekki viss um hversu þessir menn eru inn í ástandinu hér. Þeir miða alltaf við þrónunarlönd sem voru flest öll fyrir með lítinn útflutning og engar tekjur. Og því auðvelt að sýna fram á að þeirra eina leið til að borga erlend lán IMF var að selja aðgang að auðlindum sínum og einkavæða.

Held að þessir menn og þeirra lókik sé vanhugsuð.  Enda taka ekki margir sérfræðingar undir þeirra orð svo ég viti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.4.2009 kl. 19:42

3 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Magnús Helgi ! Ísland er; ÞRÓUNARLAND, í víðasta skilningi þess orðs.

Og; auðvitað; skalt þú, sem fyrr, véfengja hygginna manna ráð - teljir þú þess nokkurn kost, að verja bakhlutann á Gyðju ykkar kratanna, Jóhönnu Sigurðardóttur.

Sem sagt ! Flokks hagsmunina - fram yfir land og lýð, sem fénað allan.

Því miður; Magnús minn ! Það er skömm; að þér og þínum líkum, í þessarri orðræðu allri.

Nema; svo ólíklega vildi til - að þú sæir þína vondu villu, í þessum málum, öllum.

Með; hinum beztu kveðjum, samt, sem hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband