Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.1.2009 | 02:10
Fyrirlitning er hættulegt ástand !
Hvenær fer manneskja að fyrirlíta aðra manneskju ?
Fyrir langflesta þarf ærið tilefni að skapa fyrirlitningu.
Það er staðreynd að þeir sem upplifa kúgun, langvarandi kúgun, aftur og aftur,
án þess að fá nokkru um það breytt - upplifa sig algerlega vnmáttuga.
Þær tilfinningar sem manneskja upplifir í kjölfar kúgunar, er hræðsla, reiði og síðan sorg.
Haldi þessi kúgun áfram, endar það á því að manneskja sem slíkri kúgun er beitt
rýfur tengsl við tilfinningar - eitthvað brotnar inni í henni eða slitnar.
Við þessar aðstæður hefst fyrirlitningin.
Sá sem fyrirlítur, hefur lokað á samvisku sína gagnvart kúgara, verður hreint sama um hann - en öll reiðin situr eftir.
Það eru ákaflega vanþroskaðar manneskjur sem stýra þessu landi, ef þessi staðreynd er þeim
hulin !
Með valdagræðgi sinni, hroka og síendurteknu mistökum hafa þau sært þessa þjóð og ærumeitt
svo fá eða nokkurt dæmi er um slíkt í sögu þjóðarinnar.
13.1.2009 | 18:11
Ingibjörg Sólrún hvað hefði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir getað sagt sem gengið hefði á faglegan heiður hennar??????
Ætlarðu nú að fara að nota það sem röksendir fyrir þöggun?
Ættir þú ekki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að huga að þínum faglega heiðri?
Hafðu skömm á!!!!!!!
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 16:41
Geir treystir ráðuneytisstjóra sínum betur en prófessor í hagfræði við Lonon Economic School
Sá hinn sami marg-varaði íslensk stjórnvöld um yfirvofandi hættu í vor og í sumar!
Hvað gerði þessi 100% ráðuneytisstjóri Geirs þá?
Ráða íslenskir ráðherrar við hlutverk sitt nú og þá?
Því miður verð ég að segja að talsvert þykir mér á skorta á greindarfar
heilbrigðisráðherra, án þess að taka sérstaklega fyrir aðgerðir hans nú.
Vanþekking hans er stundum slík að ég verð vandræðaleg!
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 19:43
Hver er ábyrgð skiptaráðanda? Var áður lögmaður hjá Baugsmönnum!
Allir þessir siðlausu gjörningar voru gerðir með dyggri aðstoð lögfræðinga!
Hvað er að í þessari stétt manna?
Tilboð Haga gerði ráð fyrir staðgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 18:20
Creditinfo hvað? Fara varlega í að taka mark á upplýsingum þaðan.
Það fólk hefur hvorki siðferðislegan né þekkingarlegan grunn til þess að spá fyrir um slíkt!
Creditinfo/Lánstraust - það sem gefur út vanskilaskrá, var í eigu gamla Landsbanka Íslands og er því miður hluti af þeim skít sem viðhafðist þar.
Nú er einn framsóknarmaður sem þar starfar í stjórn hins nýja Landsbanka.
Hin nýja nefnd hlýtur að skoða þátt þessa fyrirtækis í lánshæfisupplýsingum fyrirtækja. Margt fróðlegt þar.
Fyrirtæki hanga í snöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 02:10
Skyldulesning á Eyjunni, ,,Silfri Egils" um kvóta Íslendinga sem Glitnir er búin að selja til Þýsks banka
Skoðið athugasemdir mjög vel. Þar er einnig inni linkur um Gift - eftir Gunnar ...... man ekki alveg föðurnafn, en vísað á link (blogg Gunnars)
Mín fyrstu viðbrögð eru vanmáttur - alger vanmáttur.
Ég veit að sú tilfinning hverfur og þess í stað vex með mér réttlát reiði.
Þá skora ég á ykkur öll að lesa grein Páls Skúlasonar, fyrrum háskólarektors, sem einnig er á fréttavef Eyjunnar. Það er svo ótrúlega satt.
5.1.2009 | 22:33
Háskóli Íslands stundar þöggun
Á árinu 2002/2002 sótti ég kúrs við HÍ, og tók sem hluta af námi mínu í ferðamálafræði.
Kúrsinn sá (námskeiðið) var nýmæmi við HÍ og var tilraun til þess að sameina menningu annars vegar og hins vegar markaðinn. Stjórnendur námskeiðs voru Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntum, Hugvísindadeild og að mig minnir nú en þori ekki að staðhæfa - Björgvin Guðmundsson frá Viðskiptadeild. Það var í okkur nemendum bæði tilhlökkun en einnig ákveðinn efi.
Mjög margt af þessu efni var ákaflega skemmtilegt - fyrirlesarar voru t.d. Halldór Guðmundsson, rithöf. og bókaútgefandi, Halldór Runólfsson, listfræðingur, Tolli, Hannes Sigurðsson hjá Listasafni Akureyrar og ekki síst Jón Jónsson hjá Strandagaldri.
Í einum af þessum tímum var Ólafur, eigandi og forstöðumaður Íslensku Auglýsingastofunnar, þá og nú. Það vissu það allir nemendur í ferðamálafræði að það hafði verið Íslenska auglýsingastofan sem gerði auglýsingar fyrir Icelandair sem hljómuðu: ,,Reykjavik - dirty weekends" og ,,Reykjavik one night stand".
Þegar að fyrirspurnum kom bað ég um orðið og spurði Ólaf þess hvort auglýsingastofur hefðu einhverjar skráðar siðferðisreglur til þess að vinna eftir.
Ekki fengum við svar við spurningu - a.m.k. ekki sem við skildum og vorum við þó mörg á miðjum aldri þarna.
Ég spurði aftur - og enn var okkur ekki svarað bein. Þegar við í þriðja sinn vildum spyrja, vorum við stoppuð af og sagt að við trufluðum kennslustund.
Það gerði Ástráður Eysteinsson, af mikilli hörku og satt best að segja var löngun til þess að klára þennan kúrs akkúrat engin hjá nokkrum okkar, þótt svo við gerðum það okkar sjálfra vegna, enda búin að eyða nokkrum vikum í þennan kúrs.
Við sem vorum í þessum hópi spyrjanda vorum á aldrinum 35 - 55 ára og þóttu þessi vinnubrögð professorsins í bókmenntum og umsjónarmanns námskeiðs afar sérkennileg og dapurleg.
Við virkilega hugleiddum, hvern Ástráður Eysteinsson hefði verið að verja!
30.12.2008 | 16:46
Þarft mál
Allir sem vinna við samskipti, þar sem reynt getur verulega á, auk annarra uppákoma, þurfa mjög nauðsynlega á slíkri þjónustu að halda. Þyrfti að vera til í öllum fagstéttum sem koma að ,,viðkvæmari " málum þjóðfélagsins.
Um leið og ég óska lögreglumönnum og konum til hamingju með þessa þjónustu þá óska ég þess að þeir verði einnig duglegir við að fara í gegnum ýmis mál með sálfræðingi, til þess að öðlast meiri færni í starfi sínu, þ.e. samtölum við fólk.
Lögreglumönnum boðið upp á sálfræðiþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 03:44
Í hvers umboði?
Í hvers umboði talar Geir um einhliða upptöku Evru?
Hvernig skyldi það nú leggjast í þjóðir Evrópusambandsins, eftir að hafa þurft að neyða okkur til þess að greiða upp sannarlegar skuldir okkar í viðkomandi löndum?
Er ríkissjóður ekki enn að bíða eftir lánum frá Evrópuþjóðunum?
Hefur forsætisráðherra engar áhyggjur af þessum yfirlýsingum sínum, fjármálaráðherra, eða yfirlýsingum Seðlabankastjóra.
Forsætisráðherra segir ekki hægt að ganga til kosninga nú, vegna skýrslugerðar um framvindu mála hér á landi til IMF, sem senda þarf til sjóðsins í febrúar? Það gæti hreinlega sett lánamöguleika okkar í hættu.
Hvað þá með Evrópuþjóðirnar sem ætla að lána okkur?
Hvað segja þær um Íslendinga, ef þeir ætla einhliða í skjól Evrópusambandsins með einhliða upptöku á Evru, án þess að ganga í sambandið? Væri það ekki bara staðfesting þeirra á siðleysi Íslendinga.
Allt opið í gjaldeyrismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2008 | 14:00
3 seðlabankastjórar á fullum launum - niðurskurður á þjónustu við veika einstaklinga!
Laun til aðstoðarmanna ráðherra sem eru víst um 500.000 á mánuði (skilst að flestir þeirra séu í 50% starfi, þannig að mánaðarlaun aðstoðarmanns hljóta því að vera 1.000.000)
Hægt væri að reka Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í 4 mánuði fyrir þá fjármuni sem fara eingöngu í að greiða aðstoðarmönnum þingmanna laun.
Greiðslur úr vasa almennings til að greiða Benz jeppa fyrir útvarpsstjóra myndu örugglega greiða eitt stöðugildi í heilbrigðisgeiranum!
Hversu bólgið er embættismannakerfið hér og stjórnsýslan?
Er þetta þróun sem við viljum sjá?