Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.3.2009 | 00:24
Kemur efnahagshrunið niður á barni þínu á einhvern máta?
Urðu börnin okkar hamingjusamari við stærri og dýrari bíl?
Urðu börnin okkar hamingjusamari í ,,Innlit/Útlit" stílnum inni á heimilinum?
Urðu börnin okkar hamingjusamari við að gista í fellihýsi/hjólhýsi heldur en tjaldi?
Urðu börnin okkar hamingjusamari við að vita af okkur í vinnunni, 10 tíma á dag eða lengur?
Urðu börnin okkar hamingjusamari við að geta sýnt efnislega yfirburði gagnvart skólafélögum sínum?
.............. eða liðu börnin okkar fyrir þennan fjárhagslega metnað okkar með einsemd og öryggisleysi?
Áttu þau þetta samfélagsmunstur skilið!
28.2.2009 | 01:56
Mótmælafundur á Austurvelli 28. febrúar kl. 15:00. Frystum eignir auðmanna, afnemum verðtryggingu og færum kvótann aftur til þjóðarinnar.
Fundur á Austurvelli á morgun kl. 15:00
Krefjumst þess öll að eignir ,, fjárglæframannanna" verði frystar.
Í guðanna bænum hefjum þessa kröfu okkar yfir pólitísk viðhorf.
Stöndum með börnum okkar og barnabörnum.
Mætum öll - Miklu flottara að vera Austurvellingur en Grjónavellingur.
27.2.2009 | 14:58
Austurvöllur á morgun kl. 15:00 - ,,Frystum eignir útrásarvíkinganna" - Hafið yfir flokkspólitík
Samtökin Raddir fólksins standa fyrir 27. mótmælafundinum á Austurvelli laugardaginn 28. febrúar n.k. kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar:
1. Frystum eignir útrásarvíkinganna
2. Afnemum verðtrygginguna
3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar
Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, miðvikudaginn 25. febrúar sl. Tilefni fundarins var að kynna kröfu hreyfingarinnar, um frystingu eigna útrásarvíkinganna, fyrir ráðherra.
Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið. Ráðherra tók fram að sérstakur saksóknari hefði lagaúrræði til að frysta eignir útrásarvíkinganna og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.
Ræður:
Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri
Heiða Björk Heiðarsdóttir.
Fundarstjóri: Hörður Torfason
27.2.2009 | 14:31
Til hamingju Íslendingar!
Aðeins konur í stjórn Nýja Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2009 | 16:06
Svona getum við auðveldlega áunnið orðspor okkar aftur í alþjóðasamfélaginu! Endilega lesið eftirfarandi .....
Sjálfbær þróun er leiðinlegt orð en ákaflega merkileg stefna. All-flestar þjóðir heims undirrituðu stefnu Agenda 21 í Rio ´92. Þessi vinna var undir forystu Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og formanns t.d. hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Kyoto-bókunin sem er samningur um loftlagsmál er einn af stærstu samningum alþjóðasamfélagsins og tengist alfarið Agendu 21. Við Íslendingar eins og aðrar þjóðir erum algerlega háð þessum Kyoto-samningi, við megum einungis ,,menga" ákveðið mikið og eigum vart orðið loftslagskvóta til þess að byggja upp fleiri álver.
Sjálfbær þróun - Agenda 21 - er í stórum dráttum efnahagstefna, umhverfisstefna og ekki síst samfélagsstefna.
Hún gengur út á eftirfarandi: Að verða sjálfbært þjóðfélag:
Auðlindanýting: Sjálfbær - langtímasjónarmið en ekki skammtíma. Fjármagn sem af slíkri nýtingu hljótist sé eign allra landsmanna.
Sjálfbærni í matvælaframleiðslu: Að hver þjóð verði sér næg í meginatriðum í matvælaframleiðslu.
Jöfnuður: Að allir hópar samfélagsins séu jafnir. Þjóðfélag byggi á félagslegum jöfnuði - sama hvar fólk býr á landinu, fatlaðir ekki fatlaðir, konur, karlar, börn, fullorðnir o.s.frv.
Efnahagsmál: Að sem minnstur fjármála-leki verði úr hagkerfi hverrar þjóðar. Það er að fjármagn sé í eigu þjóðarinnar en ekki erlendra auðmanna/auðhringja. Dæmi um afar slæm efnahagsmál er t.d. Afríka og S-Ameríka. Þar vita allir hvernig stór-fyrirtæki hafa keypt upp land, til þess að rækta í massavís - t.d. banana, kaffi, kakó, korn o.fl. Þetta þýðir að þeir sem þar búa eru eingöngu verkamenn hjá eigendum, en ekki sjálfbærir bændur.
Skipulagsmál: Að skipulag íbúðabyggðar sem og atvinnubyggðar miðist við þarfir þeirra einstaklinga sem búa á hverjum stað fyrir sig.
Menningarmál Að efla menningu hvers staðar fyrir sig, til þess að halda uppi menningarlegri fjölbreytni hvers svæðis fyrir sig. Dæmi: Landbúnaðarsvæði: sjálfbær framleiðsla matvæla sem unnin er heima í héraði, menning hvers svæðis verði efld - landbúnaðarsamfélag, sjávarútvegs-samféla, iðnaðarsamfélag o.fl.
Sjálfbær stefna hefur verið tekin upp á Íslandi af sveitarfélögunum og heitir þá Staðardagskrá 21. Þau vinna eftir þessum gildum hér á landi og er Ísland í 6. sæti þjóða í heiminum sem best fara eftir þessari stefnu.
Og nú kemur stóra málið: Ef Íslendingar tækju upp þessa efnahags- og samfélagsstefnu fyrir allt landið og ríkissjóð þá:
Myndum við ekki kaupa ímynd-orðspor þjóðar okkar - heldur fengjum við þá ímynd okkar, orðspor aftur sem við höfum alla tíð átt í alþjóðasamfélaginu.
Rita meir um þetta næstu vikur.
26.2.2009 | 00:24
Legg til að fólk hætti að lesa blogg þeirra þingmanna sem og frambjóðenda sem ekki bjóða upp á athugasemdir á síðum sínum?
Ótrúlegt stórmennskubrjálæði að leyfa ekki athugasemdir inn á bloggsíður sínar.
Hægt er að taka færslur út sem eru með ósæmilegu orðbragði en láta þá vita af því.
Það er lýðræðislegt - annað ekki.
Finnst eins og sjálfstæðismenn séu ötulastir við að útiloka beinar samræður.
26.2.2009 | 00:09
Frambjóðandi gefur upp skuldastöðu heimilis! Eiga þau hjónin eitthvert ehf.? Eru þau í stjórnum einhverra fyrirtækja? - Annars marklausar upplýsingar
Eru þetta opinberar tölur skv. skattframtali?
Annars gott framtak en held að það verði að koma fram hvort viðkomandi á fyrirtæki/félag - eignarhaldsfélag.
Einnig finnst mér að koma verði fram hvort frambjóðendur eru í stjórnum einhverra fyrirtækja/félaga eða einhverra sjóða svo sem Sjóðs 9 í Glitni.
Annars eru slíkar upplýsingar algerlega marklausar!
Birtir fjárráð sín á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 14:34
Davíð Oddsson sagði Geir Hilmar Haarde ábyrgan sem forsætisráðherra, fyrir falli íslensks efnahagslífs.
Því ræða fjölmiðlamenn ekki um þau mál?
Hvað segir Geir Hilmar Haarde við þessu?
Hvað segja sjálfstæðismenn við þessu?
Af hverju spyrja fjölmiðlamenn þingmenn sjálfstæðisflokksins ekki út í þessa staðhæfingu Davíðs Oddssonar, Seðlabankastjóra?
Þeir voru jú stærstur meirihlutinn á bak við síðustu ríkisstjórnir, bæði fyrir síðustu kosningar sem og eftir!
Grafalvarlegt mál að ekki skuli vera farið í þessi mál.
Munu þingmenn sjálfstæðisflokksins sitja undir þessum ákúrum síns fyrrverandi ,,foringja"?
25.2.2009 | 13:40
Beittu Bretar hryðjuverkalögum vegna peningaþvættis Landsbanka Íslands?
Það hefur borið á því að Bretar sem hafa tjáð sig um beitingu hryðjuverkalaganna gegn Landsbanka Íslands, hafi verið vegna grunsemda þarlendra stjórnvalda um peningaþvætti þessara fyrirtækja eða félaga eins og þeir kölluðu þau.
Bendi hér á nyjustu færslu og athugasemdir á lillo.blog.is
Mér fannst röksemdir Davíðs Oddssonar um að Bretar hafi beytt hryðjuverkalögum vegna óheyrilegra fjármagnsflutninga Kaupþings-banka frá Bretlandi og eitthvert annað..... eitthvað skrýtnar - eins og sjá má hér að neðan:
Kaupthing-banki Singer & Friedlanger var breskt fyrirtæki!!!!
Af hverju beyttu Bretar þá hryðjuverkalögum á Landsbankann sem var Íslenskt fyrirtæki?- en ekki Kaupthing sem stóð í þessum fjármagnsflutningum?
Ég segi ekki auðmenn - því það voru þeir aldrei en þjófar voru þeir allir með tölu, forsvarsmenn Glitnis, Kaupþings, Landsbankans og Sparisjóðanna. Sami skíturinn vellur upp úr þessu öllu.
Varðandi málsókn Íslendinga á hendur Bretum - vita ráðamenn auðvitað að það mál myndi aldrei vinnast vegna viðskiptasóðaskapar Íslendinga í fjármálum.
Held að best sé að reyna að komast að samkomulagi um Icesafe - en Bretar, Hollendingar, Belgar, Þjóðverjar o.fl. voru rændir - rétt eins og við af þessum kumpánum öllum.
Það hefur akkúrat ekkert með pólitík að gera í sjálfu sér - en umgjörð okkar hér á landi bauð upp á þetta og það er pólitískt mál.
25.2.2009 | 00:29
Af hverju settu Bretar hryðjuverkalög á Landsbanka vegna annars fyrirtækis Kaupþings sem skráð var í Bretlandi?
Það var skrýtið að heyra útskýringar DO á því að Bretar hafi beytt hryðjuverkalögum á Landsbanka vegna fjármagnsflutninga bresks fyrirtækis Kaupþings?
Þá var einnig skrýtið að DO skyldi ekki mæta með skýrslu sem birt var í maí 2008, um stöðu íslensku bankanna, sem þá voru sagðir með öruggan rekstur?
Annars verður að rannsaka þau mál sem DO ýjaði að, svo sem hugsanlegar mútur einkabankanna til stjórnmálamanna!
Af hverju Björn Bjarnason, ákvað að draga úr fjármagni til efnahagsbrotadeildar, þrátt fyrir aðvörunarorð Seðlabankastjóra!
Af hverju Geir Hilmar Haarde hlustaði ekki á undirmann sinn, bankastjóra Seðlabanka Íslands, um alvarlega stöðu bankanna og þjóðarbúsins í framhaldi af því!
Margt merkilegt sem DO sagði og er skylda stjórnvalda að skoða.
Hins vegar var þetta líka alveg ótrúlega sorglegt viðtal við DO.
Skattyrðingar DO gagnvart Sigmari voru jafn sorglegar og hans skattyrðingar gagnvart spyrlum sínum hafa alltaf verið.
Meira síðar - eins og sjálfsagt allir!!