Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.2.2009 | 15:24
Mætum á Austurvöll á morgun, 23.02 kl. 15:00 - Tökum börnin okkar fram yfir flokkapólitík!!!!
Við sem viljum láta frysta eigum ,,auðmannana" þessara 40 - 50 sem ekki þurfa að hafa áhyggjur af hag barna sinna eða barnabarna í framtíðinni!
Við sem viljum að kosið verði til stjórnlagaþings í alþingiskosningum þann 25. apríl n.k.
Mætum á morgun á Austurvöll þegar þingfundir hefast og utandagskrárumræður. Flestir ráðherrar lýðveldis okkar verða þar til að svara fyrirspurnum. Gera má ráð fyrir því að flestir þingmenn verði þar líka.
Tökum almenning, tökum börnin okkar og barnabörn fram yfir flokkapólitík!
21.2.2009 | 02:31
Þess vegna veiðum við ekki hval
Hvalveiðarnar eru dæmi um það sem erlendum stjórnvöldum og þegnum almennt finnst vera stuldur á náttúru-auðlindum alheimsins.
Einar K. leyfði veiðar á 150 Langreyðum og 150 Hrefnum, daginn áður en hann lét af embætti sjávarútvegsráðherra. Hvalveiðar í atvinnuskyni voru leyfðar 2006 - örfá dýr. Veiddar voru nokkrar hrefnur og mig minnir 7 langreyðar. Það tók 3 ár að selja það kjöt - hvernig sem það hefur svo bragðast eftir 3ja ára frystigeymslu. Verðmætið var 95 milljónir króna fyrir þjóðarbúið.
Langreyður er svonefnt flökkudýr - þ.e. hún syndir um öll heimsins höf, á viðkomu hér við land sem og annars staðar um heiminn. Langreyður er í útrýmingarhættu og því eru flestir vísindamenn sammála um.
Aðrar þjóðir sem eiga þessi dýr líka, þar sem þau eru flökkudýr, og standa í miklum efnahagsþrengingum ættu þá alveg eins að geta veitt þessi dýr en gera ekki.
Þetta er ekki eingöngu spurning um hversu margir ferðamenn munu koma til landsins eða ekki koma -
Þetta er ekki eingöngu spurning um hversu margir ferðamenn munu fara í hvalaskoðun.
Þetta er spurning um stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu.
Ég vann skýrslu um hvalveiðar árið 2006, en þar kom fram að erlend stjórnvöld, hagsmunasamtök og fyrirtæki voru alfarið á móti þessum veiðum okkar - en Íslendingar líta á þetta mál sem einhvers konar sjálfstæðisbaráttu - en þessi barátta okkar sem gefur okkur 95 milljónir á ári, dregur úr vilja alþjóðasamfélagsins til þess að eiga við okkur viðskipti, lánafyrirgreiðslu og almennt samstarf.
Svo.............. ekki er nóg að tala um hroka okkar stundum en hugleiða ekki stöðu alþjóðasamfélagsins þegar það hentar okkur ekki. Því miður.
20.2.2009 | 17:09
Frjálshyggju-prumpari!!!!
Mjög viti borinn frambjóðandi.............eða hvað?
Hefur sýnt mikinn samstarfsvilja við þjóðina bæði í embætti heilbrigðisráðherra sem og þingmaður í stjórnarandstöðu ........... eða hvað?
Hversu margir af þeim sem starfa í heilbrigðisgeiranum skyldu veðja á þennan hest ......... eða hvað?
Hverju hefur hann áorkað,: selja REI til Geysis Green energy .......... eða hvað?
Með siðferðið í lagi................. eða hvað?
Frjálshyggju-prumpari ............. eða hvað?
Guðlaugur Þór vill í 1. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 20:43
Bjartur tröllríður til heljar!
Hann Bjartur í Sumarhúsum var sjálfstæður og síns eigin herra. Hann þurfti aldrei aðtoð frá einum eða neinum. Sjálfstæðisbarátta hans murkaði lífið úr eiginkonu hans sem og börnum fyrir rest - en hann var sjálfstæður og eigin herra og það skipti hann öllu máli.
Bjartur er oft notaður sem myndlíking yfir þá sem ekki geta eða þurfa aðstoð annarra eða samvinnu heldur skyldi sjálfstæðisbarátta hans og stolt/þrjóska standa, þrátt fyrir hungur og vesöld barna hans.
Þess vegna var Bjartur aumkunarverður!
Þetta hugtak er gjarnan notað í ,,meðferðabransanum". Það er þeir sem leita sér lækninga og aðstoðar vegna drykkju og fíkniefnanotkunar, geta samt ekki þegið aðstoðina, því þeir geta ekki þegið hjálp - þeir eru sjálfstæðir einstaklingar og eigin herrar. Það fólk sem svo illa er haldið af frændsemi við Bjart - hefur oft þegar uppi er staðið átt erfitt og jafnvel aumkunarvert líf.
Gylfi Zoega hefur svo oft ásamt Jóni Daníelssyni bent á þetta. Þá var þetta eitt af aðal-umræðuefni Roberts Wade sem varaði við hruninu hér á landi, snemma árs 2008 og hefur komið til Íslands, til þess að ræða við ráðamenn og almenning á Borgarafundum.
Nákvæmlega þetta - við getum ekki og höfum ekki leyfi til þess gagnvart komandi kynslóðum, börnum okkar og barnabörnum að koma fram af svo miklum hroka sem oft skapast af vanþekkingu og ekki síður getuleysi.
Hvalveiðar Íslendinga t.d. er slíkt dæmi. Íslendingar hafa tekið þann pól í hæðina með Einar K. Guðfinnsson í forystu að fara í slíka sjálfstæðisbaráttu við umheiminn, með því að leyfa veiðar á 150 langreyðum.
Langreyðar eru flökkudýr og eru því ekki eign Íslendinga fremur en annarra þjóða. Þær eru alheimseign, dýr sem eru talin í útrýmingarhættu vegna fækkunar í stofninum.
Ráðamenn eins og Einar K. Guðfinnsson hafa sagt með fulltyngi Kristján Hvals Loftssonar, að hvalveiðar hafi bara aukið fjölda þeirra sem fara í hvalaskoðun.
Halda Íslendingar virkilega að fjöldi ferðamanna í hvalaskoðun sé virkilega aðal-málið?
Halda Íslendingar virkilega að þetta hafi eingöngu með ferðaþjónustuna að gera?
Nei það er akkúrat málið. Erlend stjórnvöld hafa sent hingað yfirlýsingar mjög harðorðar yfirlýsingar vegna hvalveiða okkar. Hvað þýðir það að hafa beiðni þeirra að engu????
Jú, það kemur til að mynda niður á samskiptum okkar við umheiminn, kemur niður á lánum á fjármagni erlendra aðila til Íslendinga, kemur niður á ímynd okkar sem þjóðar í samfélagi þjóðanna.
Robert Wade ýjaði að því að þeir tímar sem við ættum eftir að fara í gegnum væru nákvæmlega eins og Gylfi er að tala um - og þar kom eiganda síðu þessarar í hug - hvað með matvælaöryggi þjóðarinnar?
Hér höfum við enn sömu stjórnendur Seðlabanka Íslands og ráðamenn erlendis treysta ekki fyrir fjármagni, vegna efnahagsófara okkar. Þeir tengja það ekki við persónur, heldur trúverðugleika.
Frændur okkar og nágrannar Grænlendingar búa nú við hungursneið í hluta landsins. Norðurlandaþjóðirnar funda nú um þau mál, en gera þær kröfur fyrir fjárhagslegri aðstoð að Grænlendingar taki til í stjórn efnahagsmála, velferðarmála, menntamála, félagslegra mála o.s.frv., áður en að fjárhagsaðstoð kemur.
Það er nákvæmlega það sama og verið er að gera kröfur um hér á landi.
En Bjartur - hann var stoltur........... og aumkunarverður.
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 16:10
Tryggvi Þór var þá í algerlega marklausu viðtali við Kastljós á dögunum!
Hefur fyrrum efnahagsráðgjafi Geirs Hilmars Haarde tekið það að sér að hjálpa þjóðinni til að loka augunum fyrir því ástandi sem búið er að koma þjóðinni í?
Sama kvöld og Tryggvi Þór var með sínar upplýsingar um skuldir þjóðarbúsins, svaraði núverandi viðskiptaráðherra því til á Borgarafundi það sama kvöld - að tölur Tryggva Þórs Herbertssonar um skuldastöðu þjóðarinnar væru ,,of lágar"
Því ætti ópólitískur ráðherra sóttur úr fræðamannasamfélaginu að villa um fyrir almenningi í þeim efnum?
Gylfi Magnússon hefur ekki setið í Viðskiptaráði eins og Tryggvi Þór hefur gert um árabil.
Það var jú Viðskiptaráð sem lagði til það hömluleysi sem við gengum í gegnum og vildu opinber afskipti eins og eftirlit með fjármálastarfseminni út á hafsaua.
Þar situr síðan Halla Tómasdóttir sem á annan veginn styður eins og Viðskiptaráð að náttúruauðlindir skuli einkavæddar til þess að ,,koma af stað fjárhagsstreymi" - en situr síðan hinum megin borðs sem framkvæmdastjóri Auðar Capital og ræðst í nýja atvinnusköpun með fjármunum frá Björk Guðmundsdóttur, sem alla jafna hefur barist fyrir því að náttúruauðlindir skulu í eigu þjóðarinnar.
Áður en Tryggvi Þór Herbertsson býðir sig fram til alþingis hefði hann átt að fara í augnaðgerð - til að laga blindu sína.
Held að siðferði sé svo forstokkað að ekki þýddi að senda hann í meðferð við siðblindu.
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 16:01
Guðlaugur Þór var í lagi að einn sérfræðingur á stofu úti í bæ, afgreiddi 54 sjúklinga á dag?
Þeirri staðreynd verður aldrei breytt, sama hversu þvargað er á Alþingi að það var í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks sem einkarekstur á stofum úti í bæ var innleiddur!
Á síðasta ári voru birtar fréttir af því að háls-nef og eyrnalæknirinn Einar Thoroddsen afgreiði suma dagana allt að 54 sjúklinga. Fyrir það fær hann fullar greiðslur frá TR og sjúklingum.
Hversu há skyldu dagslaun vera þar?
Hversu góða þjónustu skyldi hver sjúklingur hafa fengið?
Hversu mikinn tíma fær hver sjúklingur?
Og hverra var breytingin á heilbrigðisþjónustunni?
Guðlaugur vildi ekki ofurlaun lækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fróðlegt erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar.
Byggðastofnun hefur verið algerlega lömuð um margra ára bil. Í samræmi við nýtt eignarhald á bönkunum ákváðu stjórnvöld þá, fyrir all-nokkrum árum síðan að bankarnir myndu standa að uppbyggingu atvinnuveganna!
Ég er ein af þeim sem hef staðið fyrir atvinnusköpun úti á landsbyggðinni - en þar er um afar sjálfbæra þjónustu að ræða. Ferðaþjónusta fyrir fullorðið fatlað og er mannaflsfrek þjónusta. Slík ferðaþjónustu var ekki endilega ætlað að reka með 20% arðsemi - heldur á sjálfbæran hátt.
Þess vegna átti slík atvinnuhugmynd aldrei upp á boðið hjá bönkunum.
En stjórnmálamenn höfðu lamað Byggðastofnun fyrir nokkrum árum síðan.
Gripið í tómt hjá Byggðastofnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2009 | 01:47
Stór kona
Ég trúi því svo vel að þessi afmælisdagur hafi bæði verið ánægjulegur og hlýr.
Þá er ég viss um að þessi afmælisdagur verður einnig af þeim eftirminnilegri.
Ingibjörg er mikil sómakona og sver sig í ætt sína. Foreldrar hennar voru einmitt slíkar manneskjur.
Hinn besti dagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2009 | 20:59
Lán Byggðastofnunar til uppbyggingar verða helst að vera með veði í fiskveiðikvóta!
Skv. upplýsingum sem ég fékk í dag frá Byggðastofnun, lánar stofnun ekki fjármuni til uppbyggingar atvinnusköpunar nema með veði í fasteignum fyrirtækis eða fiskveiðikvóta!!!!
Skyldu margir af þeim sem hafa viðskiptahugmyndir í dag, luma á nokkrum tugum eða hundruðum tonna af kvóta - til veðsetningar lána til uppbyggingar nýrra atvinnustarfsemi?
Er eðlilegt að ríkið gangi fram með þessu fordæmi?
Hvernig á að leysa úr atvinnumálum hér á landi, þegar ríkisstofnun eins og Byggðastofnun gerir slíkar kröfur?
Hverjir munu þá geta byggt upp nýja atvinnustarfsemi?
Þeir sem fengu kvóta úthlutað frá stjórnvöldum?
Þeir sem hafa veðsett fiskveiðikvóta upp í topp, hirt fjármagn og skilið eftir sig sviðna jörð?
Byggðastofnun heyrir undir Iðnaðarráðuneyti
Of oft gerist það, nú þegar síst skyldi, að dagskrárgerðarmenn/spyrlar Kastljóss hafa einhverra hluta vegna ekki sett sig nægjanlega vel inn í mál - og skortir forsendur til að spyrja þar af leiðandi.
Þóra Arnórsdóttir, þykir mér afskaplega ,,þokkaleg" kona, falleg og viðkunnanleg og fín í Útsvari en hún á ekkert erindi í þau viðtöl sem hún hefur verið að taka. Það stórlega vantar á grunnþekkingu þar of oft.
Ekki veit ég af hverju slík vinnubrögð viðgangast þar, mannfæð, fjárskortur eða metnaðarleysi eða hreinlega ....?
Aldrei áður í sögu Sjónvarps hefur verið eins áríðandi að sinna þessu hlutverki vel - en Kastljós er enn blanda af dægurmenningarefni og svo einhvers konar fréttaskýringarþætti.
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss og leikari ætti kannski að víkja fyrir áhugasamara og ekki síður metnaðarfyllra fólki til að taka við ritstjórninni.
Japanir er markhópur okkar fyrir hvalkjöt. Japanir eru að ganga í gegnum mjög miklar efnahagsþrengingar og spurning hvað þeir geri með hvalkjöt nú, hvað þá 300 dýr, þegar það tók þá 3 ár að versla 7 dýr.
Skv. markaðsrannsóknum í Japan, er það nánast eingöngu eldra fólkið sem borðar hval. Það yngra gerir það ekki.
Íslendingar virðast svo oft taka mjög einarða afstöðu til mála án þess að kynna sér þau til hlítar.